miðvikudagur, janúar 30, 2008

Manchester

Verkefninu sem ég hef verið að vinna að í Manchester fer að ljúka en ekki eins endanlega og væri best.

Við erum búin að gera allt sem við eigum að gera og getum gert en það sem eftir er eru dálítil vandræði með vinnsluhraðann á kerfinu. Sem betur fer er það ekkert í sambandi sem við höfum verið að gera heldur er það vélbúnaðurinn sem er ekki nógu kraftmikill.

"Já, auðvitað", heyri ég ykkur hrópa, "þetta segja allir forritarar þegar kerfið gengur ekki nógu hratt".

En það er allveg satt. Sama kerfi á pésanumm mínum vinnur mjög vel, þó að allt sé á sömu vélinni (gagnagrunnur, vefþjónn, vafari, osfv). Við erum með 2 nýja servera frá Sun sem eiga að vera voða góðir en við erum búin að sanna það að þeir eru ekki nógu góðir fyrir þennan hugbúnað.

Þannig að við erum tilbúin í "go-live" en það á bara eftir að ganga frá þessu "smáatriði". Allir peningar eru búnir þannig að við verðum að bíða með "go-live" þangað til seinna, hvenær sem það verður.

Í næstu viku byrja ég á öðru verkefni. Og hvar haldiði að það sé?

Í Manchester, aftur!

Ég fer að verða þreyttur á þessari borg...

föstudagur, janúar 25, 2008

Þetta er allt að skríða saman.

Steve, málarinn okkar, er búin að vera hérna síðan á föstudaginn í síðustu viku og klárar í dag. Hann er búin að setja upp nýtt stigahandrið og mála allar hurðir og veggi í holinu niðri, stiganum, ganginum uppi og svefnherberginu okkar. Þetta lítur bara vel út.

Við erum búin að panta nýtt teppi á stigann og herbergið okkar og við erum næstum búin að ákveða hvernig við viljum gólfið í anddyrinu.

Það versta við þetta er að núna líta öll hin herbergin út eins og þau þyrftu dálítið viðhald. Það líður trúlega ekki á löngu áður en við hringjum í Steve aftur og biðjum hann að klára restina af húsinu.

föstudagur, janúar 18, 2008

Lífsmark

Ég ætla bara að láta ykkur vita að ég er ennþá á lífi - þó ekki hafi verið mikið um skriftir hér.

Jólin eru yfirstaðin og komið nýtt ár en ég hef ekki fundið tíma til að setjast að blogg-borði, og kanski ekki nennt því heldur. En allt gekk vel fyrir sig um Jólin og allir ánægðir með sitt.

Kærar þakkir fyrir gjafir, kort og kveðjur.

Það er búið að vera allt of mikið að gera í vinnunni uppá síðkastið og maður er hálfstressaður, en þessu á eftir að ljúka. Einhverntíma. Önnur fyrirtæki sem hafa verið að vinna að þessari sömu uppfærslu hafa lent í miklum erfiðleikum og við erum að reyna að læra af þeim svo við lendum ekki í því sama.

Jólaveislan hjá fyrirtækinu sem Alison er að vinna hjá var á síðustu helgi. Þeir héldu hana í byrjun nýárs, eins og þeir gera venjulega. Í þetta skiptið var þeman X-Factor og það var svona sönglaga keppni. Alison og stöllur hennar sungu frumsaminn texta við lag Cliff Richards, Summer Holiday sem var breytt í Johnsons Holiday. Það var voða gaman en þær komust þó ekki nema í 4 sæti.

Lindsey er byrjuð í sama leikhúsklúbb og Hávar er í, en í yngri hópnum. Þetta byrjaði vel hjá henni og vonandi heldur hún áfram. Hávar á marga góða vini úr þessum hóp.

Í dag kom smiður til okkar til að setja upp nýja handriðið upp stigann. Loksins! Og hann ætlar vonandi að klára að mála og svoleiðið í næstu viku. Þá er bara eftir að fá nýtt teppi á stigann og svefnherbergið okkar og Amtico flísar á gólfið í ganginum niðri.

Blogged with Flock