sunnudagur, maí 31, 2009

Þögull maí mánuður

Það hefur verið þögn í bloggheimum hjá mér þennan mánuðinn en það hefur ekki verið með öllu tíðindalaust.

Hávar hefur verið í prófum og gengið bara vel. Hann hefur líka verið í starfskynningu á tveimur stöðum, eina viku á hvorum stað. Fyrst var hann hjá OCM sem sér um að viðhalda tölvukerfum fyrir ýmis fyrirtæki og hann ferðaðist með þeim til viðskiptavina þeirra til að setja up tölvur og lagfæra þegar eitthvað hætti að virka. Honum fannst bara gaman af því. Seinni vikuna var hann að vinna hjá "Youth Afloat" sem hefur klúbba fyrir krakka til að kenna þeim að sigla á seglbátum og kæjökum á vatninu hér í Redditch, og hjólreiðaferðir í nágrenninu. Honum fannst alveg ofsalega gaman þar og þeir voru ánægðir með hann og buðu honum að aðstoða meira í sumar, sem hann ætlar að gera.

Lindsey hefur verið að suða um að fá gæludýr en við erum ekki mikið fyrir það. Við hittum vinkonu hennar (og mömmu hennar líka) um daginn og þau áttu "stick insect" sem voru búin að fjölga sér og vildu gefa henni. Við létum undan því það er ekki mikið sem þarf að hafa fyrir þessum dýrum. Hún er komin með búr með fjórum litlum kvikinudum og hún er alveg í skýjunum.

Vorið, og það sem af er sumri, hefur verið mjög gott. Margir góðir dagar. Síðasta vinnuvika var stutt. Það var frídagur á mánudaginn og svo hafði ég frí á fimmtudaginn og föstudaginn. Veðrið hefur verið alveg frábært, sól og hiti og svotil blankalogn. Þó að það sé gott að hafa svona fínt veður er það aðeins of gott til að vera að vinna úti í garði. En það þarf að gera þessa hluti. Við vorum búin að henda garð-skúrnum sem var fyrir aftan bílskúrinn, því hann var farinn að fúna og við ætlum að fá annan stærri í staðinn en það hefur verið smá vandamál með vatnsleka inn í bílskúrinn þegar það rignir mikið því jarðvegurinn er vel uppfyrir vatnsmörk. Ég varð að grafa frá veggnum og halda jarðveginum frá með hellum og svo þarf að stækka planið fyrir garð-skúrinn. Stóri rósarunninn sem var þarna líka varð að hverfa. Svo höfum við líka verið að fúaverja timbur, róluna hennar Lindseyar og rimlarirðingin við inganginn í garðinn.

Ég verð feginn því að vinnuvikan er að byrja á morgun. Ég þarf að slappa aðeins af eftir svona erfiðisvinnu í þessum hita.

föstudagur, maí 01, 2009

Afturábak

Við gerum margt afturábak í þessu húsi.

Um dagin þreif ég gluggana að utan, því þeir voru orðnir dálítið skítugir, og bögraðist með þungan stigann í kringum húsið. Þetta er venjulega ekki í sögur færandi en við vorum búin að panta verkamenn til að setja upp nýja panel-girðingu í hringum garðblettinn okkar og þeir hringdu stuttu seinna og vildu fara að byrja á verkefninu, sem þeir gerðu eftir helgina. En auðvitað urðu þeir að saga steypta staurana og millibita og við það varð mikið ryk sem settist á nýþvegna gluggana.

Þegar nýja girðingin var komin upp, skínandi falleg, datt okkur í hug að þrífa patíóið. Það var orðið svolítið mosavaxið. Við fengum háþrýstidælu að láni frá nágranna okkar og við Alison, aðalega Alison, stóðum í þessu í tvo daga. Patíóið okkar er orðið eins og nýtt en girðingin varð gerð dálítið drullug.

Eins og ég sagði, við gerum margt afturábak.