sunnudagur, nóvember 01, 2009

Veikindi og hrekkir

Skólaárið byrjaði ekkert voðalega vel hjá Lindsey. Hún hefur verið veik og frá skólabekk í einn eða tvo daga flestar vikur síðan skólinn byrjaði og svo hafa flestir í bekknum hennar og næsta bekk fyrir neðan. Það hefur oft verið bara um helmingur nemenda í bekknum því hinir eru heima veikir með hita, hálsbólgu, ælupest, niðurgang.... Manni langaði til að leggja til að skólinn yrði almennilega sótthreinsaður. En þetta virðist vera að batna núna, sem betur fer.

Í gær var hrekkjavaka og hópur af krökkum kom hingað í pizzu áður en þau fóru út að "hrekkja". Þetta var heljar gaman hjá þeim eins og sjá má á myndunum. Reyndar misti Lindsey af flestum "hrekkjunum" því hún fór í afmælisveislu en það var gaman þar líka.