sunnudagur, nóvember 06, 2011

Tvö ár!

Vá! Það eru orðin tvö ár síðan ég var hérna síðast.

Þeir sem vilja fylgjast með því sem er að gerast hjá mér geta prufað síðurnar mínar á:

sunnudagur, nóvember 01, 2009

Veikindi og hrekkir

Skólaárið byrjaði ekkert voðalega vel hjá Lindsey. Hún hefur verið veik og frá skólabekk í einn eða tvo daga flestar vikur síðan skólinn byrjaði og svo hafa flestir í bekknum hennar og næsta bekk fyrir neðan. Það hefur oft verið bara um helmingur nemenda í bekknum því hinir eru heima veikir með hita, hálsbólgu, ælupest, niðurgang.... Manni langaði til að leggja til að skólinn yrði almennilega sótthreinsaður. En þetta virðist vera að batna núna, sem betur fer.

Í gær var hrekkjavaka og hópur af krökkum kom hingað í pizzu áður en þau fóru út að "hrekkja". Þetta var heljar gaman hjá þeim eins og sjá má á myndunum. Reyndar misti Lindsey af flestum "hrekkjunum" því hún fór í afmælisveislu en það var gaman þar líka.

þriðjudagur, september 08, 2009

3 Mánuðir!

Það er ekkert smá. Komnir meira en þrír mánuðir síðan ég kíkti hingað síðast til að skrifa! Maður hefur eitt of miklum tíma á Fésbókinni.

Krakkarnir byrjuðu í sumarfríinu sínu um endaðan Júlí. Hávar fór strax af stað með vini sínum og fjölskyldu hans til norður hluta Írlands (ekki Norður-Írlands) í viku frí. Það var náttúrulega voða gaman fyrir hann. Þetta fer að verða eins og árlegur viðburður fyrir hann því við fórum öll til Írlands í sumarfrí í fyrra.

Þegar hann kom til baka löguðum við öll af stað í sumarfríið okkar; tvær og hálf vika á Íslandi. Það var æðislega gaman að hitta alla fjölskylduna og marga vini líka.

Ferðin var mjög vel heppnuð og skemmdi ekki fyrir að veðrið var mjög gott. Það voru sérstaklega tveir hápunktar á ferðinni.

Öll fjölskyldan, eða næstum því öll (vantaði bara Hörð, Árnýju og litla strákinn þeirra), fór vestur á firði og tók yfirráð yfir húsinu á Kirkjubóli í Korpudal, þar sem við systkinin ólumst upp fyrir mörgum árum :) Það var frábært að koma þangað aftur eftir allan þennan tíma. Þar var grillað og kveiktur varðeldur með gleðskap og söng fram yfir miðnætti. Svo fór hópur af okkur í siglingu á kajökum um vöðin, krakkarnir fórum að veiða fisk á bát með Alla og ég og Hávar fórum í litla fjallgöngu. Alveg æðislegt!

Hinn hápunkturinn var þegar við Alison og krakkarnir fengum tjaldvagn að láni (takk Bogga) og fórum austur í Skaftafell og gistum þar í tvær nætur. Ég hafði ekki komið þangað áður og það var frábært að ver svona nálægt þessum stórfenglegu fjöllum, jöklum og fossum. Við fórum líka að Jökulsárlóni þar sem við fórum í siglingu um lónið á þessum bíl-bátum. Þetta var stórskemmtileg ferð.

Myndir úr ferðinni okkar til Íslands eru á Fésbókinni minni.

Þegar við komum aftur heim til Englands fórum við Alison í smá helgarferð til Symonds Yat, gistum eina nótt og fórum út að ganga á þessum fallega stað meðfram ánni Wye. Við leigðum okkur líka kanóa og fórum í smá ferð upp og niður ána.

Skólarnir hér í Englandi voru að byrja í þessari viku. Lindsey byrjaði í gær í 6. bekk, sem er síðasti bekkurin sem hún er í "primary school" áður en hún fer í "high school". Hávar byrjaði í 11. bekk í morgun sem er síðasti bekkurinn fyrir hann áður en hann fer í "college" (Iðnskóli/Fjölbrautaskóli) eða "6th form" (Mentaskóli).

miðvikudagur, júní 03, 2009

Hitt og þetta

Fyrir viku fór Hávar með vini sínum til Birmingham á tónleika með Nickleback, sem er uppáhalds grúppan hanns. Ég skutlaði þeim þangað um eftirmiðdaginn svo þeir gætu rölt um og fengið sér að borða áður en tónleikarnir byrjuðu og pabbi vinar hanns sótti þá um kvöldið þegar allt var búið. Þetta var víst ofsalega gaman, sem ég get alveg trúað. Þetta er stórgott band þó ég sé ekki klár í nútímatónlist.

Hávar senti nokkrar myndir af dýrum sem hann hafði tekið í ljósmyndakeppni fyrir skóla sem Oki prentarar stóðu fyrir. Hann vann verðlaun fyrir sinn árgang sem var myndvél fyrir hann og prentari fyrir skólann. Ekki slæmt það. Aðalverðlaunin voru 3 daga ferð á safari til Suður Afríku.

Fyrir rúmri fór Alison í 4 daga frí til Prague með vinkonu sinni. Það var vel heppnað í alla staði og veðrið var gott. Við Alison fórum þangað í Október í fyrra og líkaði vel.

Það er búið að vera svo gott veður uppá síðkastið að það hefur verið tilvalið að elda á BBQ grilli og borða úti í garði en við höfum bara átt gamaldags grill þannig að við ákváðum að splæsa í nýtt gas grill handa okkur. Ég setti það saman í fyrradag og við notuðum það í fyrsta skyfti í gær. Alveg súper, grillaði gammon steikur, pulsur, tómata og sveppi og steikti lauk og spældi egg, allt á grillinu. Það verður gert meira af því að grilla í þessu húsi héðan í frá.

sunnudagur, maí 31, 2009

Þögull maí mánuður

Það hefur verið þögn í bloggheimum hjá mér þennan mánuðinn en það hefur ekki verið með öllu tíðindalaust.

Hávar hefur verið í prófum og gengið bara vel. Hann hefur líka verið í starfskynningu á tveimur stöðum, eina viku á hvorum stað. Fyrst var hann hjá OCM sem sér um að viðhalda tölvukerfum fyrir ýmis fyrirtæki og hann ferðaðist með þeim til viðskiptavina þeirra til að setja up tölvur og lagfæra þegar eitthvað hætti að virka. Honum fannst bara gaman af því. Seinni vikuna var hann að vinna hjá "Youth Afloat" sem hefur klúbba fyrir krakka til að kenna þeim að sigla á seglbátum og kæjökum á vatninu hér í Redditch, og hjólreiðaferðir í nágrenninu. Honum fannst alveg ofsalega gaman þar og þeir voru ánægðir með hann og buðu honum að aðstoða meira í sumar, sem hann ætlar að gera.

Lindsey hefur verið að suða um að fá gæludýr en við erum ekki mikið fyrir það. Við hittum vinkonu hennar (og mömmu hennar líka) um daginn og þau áttu "stick insect" sem voru búin að fjölga sér og vildu gefa henni. Við létum undan því það er ekki mikið sem þarf að hafa fyrir þessum dýrum. Hún er komin með búr með fjórum litlum kvikinudum og hún er alveg í skýjunum.

Vorið, og það sem af er sumri, hefur verið mjög gott. Margir góðir dagar. Síðasta vinnuvika var stutt. Það var frídagur á mánudaginn og svo hafði ég frí á fimmtudaginn og föstudaginn. Veðrið hefur verið alveg frábært, sól og hiti og svotil blankalogn. Þó að það sé gott að hafa svona fínt veður er það aðeins of gott til að vera að vinna úti í garði. En það þarf að gera þessa hluti. Við vorum búin að henda garð-skúrnum sem var fyrir aftan bílskúrinn, því hann var farinn að fúna og við ætlum að fá annan stærri í staðinn en það hefur verið smá vandamál með vatnsleka inn í bílskúrinn þegar það rignir mikið því jarðvegurinn er vel uppfyrir vatnsmörk. Ég varð að grafa frá veggnum og halda jarðveginum frá með hellum og svo þarf að stækka planið fyrir garð-skúrinn. Stóri rósarunninn sem var þarna líka varð að hverfa. Svo höfum við líka verið að fúaverja timbur, róluna hennar Lindseyar og rimlarirðingin við inganginn í garðinn.

Ég verð feginn því að vinnuvikan er að byrja á morgun. Ég þarf að slappa aðeins af eftir svona erfiðisvinnu í þessum hita.

föstudagur, maí 01, 2009

Afturábak

Við gerum margt afturábak í þessu húsi.

Um dagin þreif ég gluggana að utan, því þeir voru orðnir dálítið skítugir, og bögraðist með þungan stigann í kringum húsið. Þetta er venjulega ekki í sögur færandi en við vorum búin að panta verkamenn til að setja upp nýja panel-girðingu í hringum garðblettinn okkar og þeir hringdu stuttu seinna og vildu fara að byrja á verkefninu, sem þeir gerðu eftir helgina. En auðvitað urðu þeir að saga steypta staurana og millibita og við það varð mikið ryk sem settist á nýþvegna gluggana.

Þegar nýja girðingin var komin upp, skínandi falleg, datt okkur í hug að þrífa patíóið. Það var orðið svolítið mosavaxið. Við fengum háþrýstidælu að láni frá nágranna okkar og við Alison, aðalega Alison, stóðum í þessu í tvo daga. Patíóið okkar er orðið eins og nýtt en girðingin varð gerð dálítið drullug.

Eins og ég sagði, við gerum margt afturábak.

laugardagur, apríl 11, 2009

Cornwall

Við erum komin í páskafrí; við, systir Alison og fjölskylda hennar og Ron afi líka.

Þetta er útsýnið yfir fjöruna þar sem við gistum í Cornwall. Þorpið heitir Mawgan Porth og bara fáein hús. Við fórum í gönguferð í morgun til Watergate Bay þar sem er svaka stór fjara.

Veðrið hefur verið mjög gott, sól og blíða.