miðvikudagur, júní 03, 2009

Hitt og þetta

Fyrir viku fór Hávar með vini sínum til Birmingham á tónleika með Nickleback, sem er uppáhalds grúppan hanns. Ég skutlaði þeim þangað um eftirmiðdaginn svo þeir gætu rölt um og fengið sér að borða áður en tónleikarnir byrjuðu og pabbi vinar hanns sótti þá um kvöldið þegar allt var búið. Þetta var víst ofsalega gaman, sem ég get alveg trúað. Þetta er stórgott band þó ég sé ekki klár í nútímatónlist.

Hávar senti nokkrar myndir af dýrum sem hann hafði tekið í ljósmyndakeppni fyrir skóla sem Oki prentarar stóðu fyrir. Hann vann verðlaun fyrir sinn árgang sem var myndvél fyrir hann og prentari fyrir skólann. Ekki slæmt það. Aðalverðlaunin voru 3 daga ferð á safari til Suður Afríku.

Fyrir rúmri fór Alison í 4 daga frí til Prague með vinkonu sinni. Það var vel heppnað í alla staði og veðrið var gott. Við Alison fórum þangað í Október í fyrra og líkaði vel.

Það er búið að vera svo gott veður uppá síðkastið að það hefur verið tilvalið að elda á BBQ grilli og borða úti í garði en við höfum bara átt gamaldags grill þannig að við ákváðum að splæsa í nýtt gas grill handa okkur. Ég setti það saman í fyrradag og við notuðum það í fyrsta skyfti í gær. Alveg súper, grillaði gammon steikur, pulsur, tómata og sveppi og steikti lauk og spældi egg, allt á grillinu. Það verður gert meira af því að grilla í þessu húsi héðan í frá.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...