Þetta er allt að skríða saman.
Steve, málarinn okkar, er búin að vera hérna síðan á föstudaginn í síðustu viku og klárar í dag. Hann er búin að setja upp nýtt stigahandrið og mála allar hurðir og veggi í holinu niðri, stiganum, ganginum uppi og svefnherberginu okkar. Þetta lítur bara vel út.
Við erum búin að panta nýtt teppi á stigann og herbergið okkar og við erum næstum búin að ákveða hvernig við viljum gólfið í anddyrinu.
Það versta við þetta er að núna líta öll hin herbergin út eins og þau þyrftu dálítið viðhald. Það líður trúlega ekki á löngu áður en við hringjum í Steve aftur og biðjum hann að klára restina af húsinu.
Mínu heimili veitti nú ekki af smá yfirhalningu! Fæ ég Steve lánaðan þegar þú ert búin með hann?!?
SvaraEyðaÞetta er flott. Núna fæ ég samviskubit fyrir að vera ekki búinn að mála svefnherbergið hér heima. Þarf að drífa í þessu. Kv, Hörður
SvaraEyðaÞað stefnir allt í að svefnherbergið mitt verði málað um helgina. Ég er ekki að grínast
SvaraEyða:-))
Hvort heldurðu með Man Utd eða City þegar þú ert í Manchester ? Ef maður skyldi skella sér á leik í Liverpool þá tjékka ég nú á hvort þú verður ennþá með annan fótinn á svæðinu.
Kær kveðja frá landinu ííííískalda :-o brrrrrr
Hvorugu. Ég hef ekkert vit á fótbolta og fylgist ekkert með.
SvaraEyðaEn láttu heyra frá þér ef þú ert á ferðinni.