föstudagur, janúar 09, 2009

Undir mistilteini

Þarna fundu gömlu hjónin mistiltein og nýttu sér tækifærið, þó að það þurfi ekki mistiltein til þess.

Á tali

Litla daman er komin í samkeppni við móður sína um hvor þeirra hefur aðalnotin af símanum.

Það verður áhugavert að fylgjast með þessu þegar fram líður.

mánudagur, janúar 05, 2009

Nýtt ár

Þá eru jólin búin og nýja árið byrjað.

Jólin voru mjög róleg hjá okkur. Að venju opnuðum við jólgjafir frá Íslandi á Aðfangadagskvöld og ég sendi ykkur kærar þakkir fyrir þær. Hérna má sjá krakkana í þessum líka fínu lopapeysum og með húfur og vettlinga. Þetta hefur komið sér mjög vel því það er búið að vera frekar kalt um jólin og nýárið.

Á Jóladag og annann í jólum fórum við í mat til systur Alison. Við skiptumst venjulega á um að sjá um jólamatinn og það var komið að okkur að slappa af.

Eitt af því sem ég fékk í jólagjöf frá Alison var Íslenskt hangikjöt og niðursoðnar baunir. Þessu tókst henni að smygla til landsins og við elduðum gómgætið á milli hátíðanna og átum hressilega. Sérstaklega ég og Hávar.

Það var oft sofið út en við fórum líka oft út að ganga í góða, kalda veðrinu. Venjulega eru nokkrir sígaunar sem gista í nágrenni okkar um hver áramót og hér erum við að gefa hestunum þeirra epli sem þeim fannst náttúrulega voða góð.

Núna er hversdagsleikinn byrjaður aftur. Krakkarnir byrjuðu í skólanum í dag og ég fór í vinnuna.