mánudagur, janúar 05, 2009

Nýtt ár

Þá eru jólin búin og nýja árið byrjað.

Jólin voru mjög róleg hjá okkur. Að venju opnuðum við jólgjafir frá Íslandi á Aðfangadagskvöld og ég sendi ykkur kærar þakkir fyrir þær. Hérna má sjá krakkana í þessum líka fínu lopapeysum og með húfur og vettlinga. Þetta hefur komið sér mjög vel því það er búið að vera frekar kalt um jólin og nýárið.

Á Jóladag og annann í jólum fórum við í mat til systur Alison. Við skiptumst venjulega á um að sjá um jólamatinn og það var komið að okkur að slappa af.

Eitt af því sem ég fékk í jólagjöf frá Alison var Íslenskt hangikjöt og niðursoðnar baunir. Þessu tókst henni að smygla til landsins og við elduðum gómgætið á milli hátíðanna og átum hressilega. Sérstaklega ég og Hávar.

Það var oft sofið út en við fórum líka oft út að ganga í góða, kalda veðrinu. Venjulega eru nokkrir sígaunar sem gista í nágrenni okkar um hver áramót og hér erum við að gefa hestunum þeirra epli sem þeim fannst náttúrulega voða góð.

Núna er hversdagsleikinn byrjaður aftur. Krakkarnir byrjuðu í skólanum í dag og ég fór í vinnuna.

1 ummæli:

  1. Gleðilegt ár Ingvar minn. Frábært hjá Alison að smygla hangikjeti inn í landið fyrir þig. Líst vel á Hávar, hann virðist mikill íslendingur í sér, borðar skötu og alles.
    Kær kveðja til ykkar.
    Helga

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...