föstudagur, maí 01, 2009

Afturábak

Við gerum margt afturábak í þessu húsi.

Um dagin þreif ég gluggana að utan, því þeir voru orðnir dálítið skítugir, og bögraðist með þungan stigann í kringum húsið. Þetta er venjulega ekki í sögur færandi en við vorum búin að panta verkamenn til að setja upp nýja panel-girðingu í hringum garðblettinn okkar og þeir hringdu stuttu seinna og vildu fara að byrja á verkefninu, sem þeir gerðu eftir helgina. En auðvitað urðu þeir að saga steypta staurana og millibita og við það varð mikið ryk sem settist á nýþvegna gluggana.

Þegar nýja girðingin var komin upp, skínandi falleg, datt okkur í hug að þrífa patíóið. Það var orðið svolítið mosavaxið. Við fengum háþrýstidælu að láni frá nágranna okkar og við Alison, aðalega Alison, stóðum í þessu í tvo daga. Patíóið okkar er orðið eins og nýtt en girðingin varð gerð dálítið drullug.

Eins og ég sagði, við gerum margt afturábak.

3 ummæli:

  1. Jáhá, þið eruð kengöfugt fólk :)
    Duglega Alison að smúla og smúla á meðan þú tekur myndir af henni!! Svona er þetta líka heima hjá mér :)

    SvaraEyða
  2. Já, það verður að láta þetta kvenfólk gera eitthvað annað en að lakka á sér neglurnar ;¬)

    Hún var voðalega dugleg og neitaði að láta hjálpa sér. Hún sagðist hafa byrjað á þessu og vildi klára það líka.

    SvaraEyða
  3. Þið eruð bara frábær!
    Kærar kveðjur úr kuldanum í Reykjavík.

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...