sunnudagur, nóvember 01, 2009

Veikindi og hrekkir

Skólaárið byrjaði ekkert voðalega vel hjá Lindsey. Hún hefur verið veik og frá skólabekk í einn eða tvo daga flestar vikur síðan skólinn byrjaði og svo hafa flestir í bekknum hennar og næsta bekk fyrir neðan. Það hefur oft verið bara um helmingur nemenda í bekknum því hinir eru heima veikir með hita, hálsbólgu, ælupest, niðurgang.... Manni langaði til að leggja til að skólinn yrði almennilega sótthreinsaður. En þetta virðist vera að batna núna, sem betur fer.

Í gær var hrekkjavaka og hópur af krökkum kom hingað í pizzu áður en þau fóru út að "hrekkja". Þetta var heljar gaman hjá þeim eins og sjá má á myndunum. Reyndar misti Lindsey af flestum "hrekkjunum" því hún fór í afmælisveislu en það var gaman þar líka.

5 ummæli:

  1. Lítið um hrekkjavöku hér, þótt ýmsar verslanir sem gætu grætt á sölu búninga auglístu grimmt hér um daginn. Gott að hafa bara gamla góða öskudag.. Hörður bró

    SvaraEyða
  2. Við Árný erum eina fólkið í heiminum sem liggjum ekki yfir facebook. Hvernig væri að koma með fréttir af mannháum sköflum og blindbyljum sem virðast ganga yfir allstaðar annarsstaðar en á landinu sem menn eru undir þetta búnir, fjallajeppi til á hverju heimili og svona.. :/

    SvaraEyða
  3. Ég hef ekki verið sérstaklega duglegur við blogginn minn og ég verð að gera eitthvað í því. Annars hafði snjórinn ekki mikil áhrif á okkur. Ég var að vinna heima hvort sem er og krakkarnir fengu frí frá skólanum í nokkra daga. Bara gaman.
    Bestu kveðjur frá okkur í bili.

    SvaraEyða
  4. Jæja Ingvar.
    Fer ekki að verða tímabært að hætta á FB og fara að blogga aftur eins og allir hinir?
    Knús í hús :)

    SvaraEyða
  5. Kanski madur geri thad einhverntima.
    Knus til baka :)

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...