miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Gold

Um dagin skrifaði ég undir lista á netinu til að mótmæla hugmyndum um að hafa GPS tæki í öllum bílum og skattleggja svo mannskapinn fyrir hvað þeir keyra mikið. Þetta var á vefsíðu forsetisráðherraembættisinns og það er hellingur af undirskriftasöfnumum þar og ekki allar jafn alvarlegar.

Hér er ein skondin. Þeir vilja að þjóðsöngnum verði breytt og í staðin fyrir "God safe the Queen" verði hann "Gold" með Spandau Ballet.

We, the people of Britain, feel that our current National Anthem has lost a bit of its sparkle.

When we are confronted by the rare occasion of us winning a medal at the Olympics, we all have to mumble through "God Save The Queen", well God help us in 2012!

We would thereby like to table the suggestion that we change the National Anthem to something more modern and appropriate and that will re-invigorate our pride.

What we specifically want to see, is that the National Anthem be changed in favour of "Gold" by Spandau Ballet.

Further, we would like our National Olympic Committee to decree that Tony Hadley is the only person permitted to handle medal ceremonies where the National Anthem is played.

We don't mind what he wears when he does this, but preference is given towards a a gold colured suit.

Sincerely,

Hvað fynnst ykkur um það? Eða þessa?

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Spítalaferð

Littla skvísan hún Lindsey meiddi sig á einum fingri í skólanum í gær. Ég veit ekki hvernig það gerðist en klukkan níu í gærkvöldi hringdi Alison í mig og sagði að hún væri að fara uppá spítala með hana því hún væri svo slæm. Svo skuttlaði hún Hávari til Ben (vinur hans úr skólanum) þar sem hann gisti yfir nóttina.

Á spítalanum fór hún í rönkenmyndatöku en það var ekkert brotið. Allt þetta tók sinn tíma og það var komið miðnætti þegar hún hringdi í mig aftur til að láta mig vita að hún væri komin heim, loksins.

Lindsey fór ekki í skólan í morgun, hún var voða þreytt og kvartaði yfir fingrinum. En fingurinn jafnaði sig fljótlega og núna er hún með tvo skólavini í heimsókn.

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Ratvísir skátar

Hávar kom heim klukkan hálf tólf í morgun, dauðþreyttur en hafði skemmt sér vel. Skátarnir plönuðu gönguleiðina um daginn í gær og lögðu svo af stað klukkan 6 um kvöldið þegar það var farið að skyggja. Leiðin var 6 mílur (næstum því 10 kílómetrar) og um skóglendi þannig að það var erfitt fyrir þá að rata en það var það sem þeir voru að æfa, ratvísi með áttavita og kort um miðja nótt. Þeir voru komnir heim klukkan tíu og hópurinn hanns var sá fyrsti til baka.

Fötin hans og skórnir voru haugdrullug. Þeir höfðu lent í einhverri svaka drullu og þurftu að vaða í gegn.

Ekki sváfu þeir mikið um nóttina, ekki nema 3 klukkutíma, þannig að þegar hann kom heim gat hann varla staðið í fæturna. Hann fór í rúmið um þrjúleitið og svaf fram undir kvöldmat.


föstudagur, febrúar 23, 2007

Unglingatal

Unglingar tala allt annað tungumál en aðrir, það er á hreinu.

Ég skuttlaði Hávari og vini hanns, Luke, í skátaskálann snemma í morgun og þeir voru að spjalla sín á milli um tölvuleik eða eitthvað svoleiðis:

"Ertu búin að veiða Plessicorinn?", spyr Luke um leið og hann kemur inn í bílinn.

"Já, ég náði honum í gær", svarar Hávar, "og ég þurfti bara 6 Tinglab skot. En svo fór ég inní dimma skóginn og fann 4 Rumtam ber; þú veist að þau gefa þér extra kraft sem þú þarft ef þú villt vinna Sonicitor stríðið."

"Ég vissi það, en þú verður að veiða Sauronimcat fyrst og fá hann til að berjast fyrir þig." segir Luke. "Hann er uppá 12. hæð í rauða hellinum þar sem heitu orkugjafarnir eru. Þú verður að slökkva á inntakinu á 4. hæð og sprengja kassan á 7. hæð til að vekja hann."

"Já, ég verð að prufa það", svarar Hávar, "en fyrst verð ég að gera gat á græna Pringslingið fyrir utan svarta Wingdongið. . . . . . . . . . ."

Svona gekk samtalið alla leiðina... Og ekki bara í dag heldur alla daga.

Þeir eru í gönguferð með skátunum í dag og svo aftur í nótt. Þeir eru að æfa sig fyrir Dove Treck ferð sem þeir ætla í með helling af öðrum skátum.

Hvað ætli þeir tali um meðan þeir eru að ganga?

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Tölvupóstur frá Tony Blair

Ég fékk tölvupóst frá forsetisráðherranum okkar, honum Tony Blair, í morgun!

Það væri kanski merkilegt ef sami póstur hafi ekki farið til 1,798,184 manns. Þetta var vegna þess að það var undirskriftasöfnun á netinu til að mótmæla hugmyndum um að hafa GPS tæki í öllum bílum og skattleggja svo mannskapinn fyrir hvað þeir keyra mikið, hvar þeir keyra og hvenær. Ég skrifaði undir fyrir nokkrum vikum. Listanum var svo lokað í gær og bréf sent til allra sem skrifuðu undir, 1,798,184 manns. Ég efast um að Tony hlusti nokkuð á þetta. Bréfið hanns var svaka langt en fullt af þessu venjulega bla, bla, bla. Ég er viss um að það verður haldið áfram að plana þetta og prufa einhvernstaðar en það á eftir að taka mörg ár.

mánudagur, febrúar 19, 2007

Engin Jónsi í Helsinki

Við vorum í mat hjá Chris og Dave á laugardaginn og horfðum á Söngvakeppnina á tölvunni þeirra. Það var heill hópur að fylgjast með keppninni þó að þau skildu ekkert hvað var sagt og allir voru sammála um að "Segðu mér" væri besta lagið. Það var þessvegna algert sjokk þegar það komst ekki einu sinni í top þrjú, en svona fór það. Gamli rokkarinn han Eiríkur fer til Helsinki í staðinn fyrir hann Jónsa.

Við máluðum veggina í eldhúsinu í gær, sunnudag, með þeim lit sem okkur leist best á af þeim sem við höfðum prufað. Það lítur mikið betur út málað en ómálað (auðvitað) en ekki er Alison alveg nógu ánægð með litinn sem heitir "Cobble Stone" og er brúnleitur. Við verðum að fara aftur til B&Q og velja nýan lit.

laugardagur, febrúar 17, 2007

Heil vika síðan síðast!

Heil vika síðan ég skrifaði síðast! Hvað hefur gerst síðan þá??

Eldhúsið er svotil tilbúið. Það var klárað að leggja gólfið í síðustu viku og það er alveg frábærlega flott. Flísarnar líta út eins og ljósleitur marmari og inn á milli er viðarlíki sem er eins og viðurinn í skápahurðunum. Það eina sem við eigum eftir að gera er að mála veggina. Við erum ekki búin að finna litinn en það hlítur að koma að því. Það eina sem er að angra okkur er þvottavélin. Stundum þegar hún er að vinda þá hristist hún svo mikið að hurðin sem er framaná opnast og lokast með skellum. Við höfum verið að kvarta og það eru karlar búnir að koma og skoða en allt virðist vera í lagi. Hurðini er haldið aftur með segulstáli og þeir ætla að senda okkur annan segul. Kanski það virki en við erum ekkert alltof ánægð.

Snjórinn sem við fengum í lok síðustu viku var horfinn eftir tvo daga en það lömuðust allar samgöngur. Ég fór á skrifstofuna í Coventry á föstudaginn og seinnipartinn fór að snjóa aðeins meira. Ekkert mikið en hitinn fór niður í frostmark þannig að krapið á götunum fór að frjósa og það var svakalega seinlegt að komast heim. Sérstaklega á minni götunum þar sem voru brekkur. Þar voru langar biðraðir og allt gekk voðalega hægt. Svo fór allt að hlýna og það hefur verið 10 stiga hiti og fínt veður alla síðustu viku.

Krakkarnir eru búir að vera í hálfannarfríi þessa vikuna en fara aftur í skólan á mánudaginn. Þau eru búin að fara í ten pin bowling og bíó og hitta vini sína. Bara gaman hjá þeim.

Við Alison fórum út að borða á degi heilags Valentínusar sem var indælt. Við fórum á indverskan veitingastað í Henley. Daginn eftir, 15. feb, kom Ron tengdapabbi í mat til okkar en hann átti afmæli þá. Sami dagur og Boggs systir; til hamingju með daginn Bogga!

Ég hef ekki þurft að vera í Manchester en hef verið í skrifstofu okkar í Coventry. Það er ekki hægt að vinna heima þegar krakkarnir eru þar líka. Það er endalaust ónæði. Ég býst þó við að vera í Manchester mestalla næstu viku.

laugardagur, febrúar 10, 2007

Nýtt lyf gegn krabbameini?

Ég var að lesa grein á New Scientist sem segir frá nýju lyfi sem virðist ráða við flestar tegundir af krabbameini.

Væri það ekki frábært ef þetta væri lausnin gegn krabbameini?

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Þeir spáðu rétt

Spáin var rétt og það er kominn snjór, 5-7 cm, og það á víst að snjóa í allan dag. Skólarnir eru lokaðir, þannig að Lindsey er ánægð, og krakkarnir eru úti að leika sér. Þau fóru út í morgun og ég hef ekki séð þau síðan en ég held þau eru einhverstaðar í nágreninu að leika sér með öðrum krökkum. Alison á að vera að vinna í dag en hefur ekki lagt í það að keyra þangað. Það lamast allar samgöngur í þessu landi þegar það snjóar. Ég ætlaði að vera í Manchester í dag en hætti við það þegar ég sá snjóinn í morgun og er bara heima að vinna, sem er náttúrulega miklu betra.

Það er verið að leggja flísarnar á gólfið í eldhúsinu í dag og það lítur bara vel út.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Þeir spá snjó

Veðurkarlarnir eru að spá snjó í nótt. Það er búið að vera gullfallegt veður í dag, heiðskýrt, stillt, og kalt. Það var sjö eða átta stiga frost í morgun og það var alveg frábært að keyra til Bracknell á meðan sólin var að koma sér uppfyrir sjóndeildahringinn. Öðru hverju keyrði maður í gegnum frostþoku og þá sást ekkert til sólar og allt var í myrkri en svo þegar maður var að komast í gegn þá gerði sólroðinn alla þokuna eldrauða, eins og allt væri í einu báli. Frábært! Og svo var allt hulið í hrími eins og á póstkorti. Ég var að óska þess að ég hefði myndavélina með mér, og tíma til að stoppa og taka myndir.

Kennararnir í skólanum hanns Hávars eru svo vissir að það verður ófært í skólann að það er búið að tilkynna að það verður enginn skóli á morgun. Eitthvað held ég að Lindsey verði fúl ef það verður skóli hjá henni en ekki stóra bróður.

mánudagur, febrúar 05, 2007

Flísar

Það var byrjað að flísaleggja veggina í eldhúsinu í dag og verður klárað á morgun. Þetta er allt að verða tilbúið. Við ætluðum að mála veggina á helginni en það miklu erfiðara en við héldum að velja lit á þá. Þessi litakort eru með helling af litum til að velja en þegar maður er búinn að velja litinn og kaupir einn prufupot þá er liturinn allt öðruvísi en á kortinu þannig að við urðum að gefast up.

Það var þetta fína veður í gær og þegar við höfðum gefist um með að finna málningu þá fórum við í hjólreiðartúr með Lindsey. Hávar var ekki heima. Hann fór út um morguninn með félögum úr skátunum í gönguferð. Þeir eru að æfa sig fyrir langa göngu í Dovedale.

Áður en dagurinn endaði ákvað ég að slá garðblettinn. Hann var orðinn heldur loðinn og ég var heldur ekki einn í því að slá. Margir aðrir í götunni gerðu það sama. Ótrúlegt veður fyrir Febrúar.

föstudagur, febrúar 02, 2007

Heitur Janúar

Venjulega er Janúar kaldur og nöturlegur en ekki í ár. Þetta er víst einn af þeim heitari sem hefur komið í langan tíma, ef marka má fréttir, þó að það hafi oft verið rigning og rok. Það eru breiður af túlípönum farnar að birtast og um daginn sáum við Alison fiðrildi flögra fyrir utan eldhúsgluggan okkar. Þetta er ekki eðlilegt.

Hávar veikur

Hávar er búinn að vera veikur heima síðustu þrjá daga. Þetta byrjaði með magaverk og svo bakverk. Alison fór með hann til læknis sem giskaði á að þetta gæti verið lítill nýrnasteinn. En hann var orðinn góður í morgun og fór í skólann. Lindsey er auðvitað voða fúl yfir því að stóri bróðir hafi fegið þriggja daga frí frá skólanum.

Það hefur ekkert gerst í eldhúsinu þessa vikuna. Það átti að flísaleggja veggina á mánudaginn en flísarnar voru pantaðar en komu ekki. Þær eiga að vera komnar núna og planið er að byrja á mánudaginn í næstu viku. Og á miðvikudaginn á að leggja Amtico flísar á gólfið. Þegar það er búið eigum við bara eftir að velja málningu á veggina.

Ég er heima í dag. Bíllinn er á verkstæði í sinni fyrstu skoðun.

Við höfum verið að fylgjast með fimm þátta spennumynd á BBC sem heitir "Five Days" og maður hefur verið að heyra í Björk syngja á Íslensku. Þetta var alveg ágæt þáttaröð þó að stundum hafi okkur fundist að við hafa mist af einhverju, eitthvað gerðist og við föttuðum ekki samhengið.