Loksins...
Þær sálir sem kíkja hingað verða að afsaka hvað ég hef verið latur að skrifa.
Það eru tvær ástæður fyrir því:
Fyrst ástæðan er að það hefur verið mikið að gera í vinnunni. En það er svosem ekkert óvenjulegt, ég er alltaf að þeysast út og suður. Þessa vikuna er það: Kent, Manchester, Glasgow. Og vegna þess að þetta er síðast vikan áður en ég fer í sumarfríið verð ég að sýna hinum strákunum hvernig hlutirnir sem ég hef verið að vinn að, virka.
Hin ástæðan fyrir því hve pennalatur ég er: Breska sumarið er loksins byrjað. Eftir vikur og mánuði hefur hætt að rigna, flóðin hafa sjatnað og almennilegt veður komið í þess stað, með BBQ partíum, picnic ferðum og þessháttar sem er mikið betra heldur en að blogga.
Hávar kom úr vikuferðalagi með skátunum á sunnudaginn. Það var víst voða gaman (auðvitað). Þeir fóru á aðalsvæðið á fimmtudaginn en annars tjölduðu þeir nálægt Alcester þar sem farið var í kæjak ferðir, búnir til tunnuflekar, farið í kappakstur og fleira gaman. Hann er komin með góðan lit því sem betur fer byrjaði sumarið þegar þeir lögðu af stað.
Lindsey hefur haft mikið að gera með mömmu sinni á meðan Hávar var í burtu og þær hafa verið í því að gera skemmtilega hluti. Hún hefur fengið vinkonur í heimsókn og heimsótt aðrar, farið í dýragarð, leikið sér á vatnsrennibrautinni sinni í góða veðrinu og margt annað.
Við erum að vera tilbúin að leggja í sumarfríið okkar. Sem betur fer er aðeins farið að kólna í Ungverjalandi. Það er ekki lengur yfir 4o° heldur um og rétt yfir 30° sem er þolanlegt. Við erum öll svakalega spennt.
Ohh...gaman að heyra að það er farið að skána hjá ykkur veðrið. Njótið hvers dags og góða ferð til Ungverjalands! Farið nú varlega...
SvaraEyðaRagnheiður
Hæhæ
SvaraEyðaGaman að þið hafið það gott. Skemmtið ykkur æðislega vel í Ungverjalandi og bara njótið lífsins ! :)
bið að heilsa öllum
kv. Sólveig
Hæ, hæ öllsömul
SvaraEyðaGott að heyra að veðrið sé að skána hjá ykkur. Kannski verður eitthvað eftir þegar ég kem heim aftur :)
Vona að þið skemmtið ykkur vel í Ungverjalandi - hlakka til að sjá myndir
- knús og kossar á Alison frá mér -
sólskinskveðjur (það er reyndar skýjað en sól í hjarta)
Guðrún og strákarnir
Þið eigið svo skilið smá sól. Fegin er ég að það er hætt að rigna á ykkur.
SvaraEyðaHafið það sem allra best í Ungverjalandi. Ekkert smá spennandi áfangastaður!
Kær kveðja til allra,
Helga.