Lífsmark
Ég ætla bara að láta ykkur vita að ég er ennþá á lífi - þó ekki hafi verið mikið um skriftir hér.
Jólin eru yfirstaðin og komið nýtt ár en ég hef ekki fundið tíma til að setjast að blogg-borði, og kanski ekki nennt því heldur. En allt gekk vel fyrir sig um Jólin og allir ánægðir með sitt.
Kærar þakkir fyrir gjafir, kort og kveðjur.
Það er búið að vera allt of mikið að gera í vinnunni uppá síðkastið og maður er hálfstressaður, en þessu á eftir að ljúka. Einhverntíma. Önnur fyrirtæki sem hafa verið að vinna að þessari sömu uppfærslu hafa lent í miklum erfiðleikum og við erum að reyna að læra af þeim svo við lendum ekki í því sama.
Lindsey er byrjuð í sama leikhúsklúbb og Hávar er í, en í yngri hópnum. Þetta byrjaði vel hjá henni og vonandi heldur hún áfram. Hávar á marga góða vini úr þessum hóp.
Í dag kom smiður til okkar til að setja upp nýja handriðið upp stigann. Loksins! Og hann ætlar vonandi að klára að mála og svoleiðið í næstu viku. Þá er bara eftir að fá nýtt teppi á stigann og svefnherbergið okkar og Amtico flísar á gólfið í ganginum niðri.
Blogged with Flock
Ooooo, gott að sjá lífsmark.
SvaraEyðaJá, er hún Alison svona hæfileikarík? X-factor segirðu, það hefði nú verið gaman að sjá þetta :)
Kær kveðja til ykkar allra!
Nú getið þið fylgst með okkur eins og við fylgjumst með ykkur. Kíkið endilega á fensalablogg.blogspot.com.
SvaraEyðakveðja, Hörður og Árný
Gaman að lesa nýja færslu elsku Ingvar, skilaðu bestu kveðju til allra frá okkur Pétri :)
SvaraEyða