sunnudagur, desember 23, 2007

Jólaörtröð

Þá eru Jólin alveg að koma.

Við Alison fórum út að versla aðeins í jólamatinn í morgun og hvílík örtröð. Það var svona líka svaka löng biðröð af bílum fyrir utan Tesco, því bílastæðin voru öll full. Við snérum við og fórum til Morrisons í staðin. Það var svosem ekkert betra þar en biðröðin inn á bílastæðin var ekki eins löng.

Inni í búðinni voru allir að berjast um að fá grænmeti og annað ferskt og inkaupakerrurnar voru að rekast saman út um allt. Alison var stressuð til að byrja með en mér fanst þetta allt voða fyndið og á endanum vorum við farin að hlæja að öllu saman. Gaman að fylgjast með fólkinu.

Í gærkvöldi fórum við til vina í mat, pöntuðum kínverskt "take-away" og höfðum það gott.

Í dag ætlum við líka að taka því rólega. Ég var að raka upp laufum í garðinum og fyllti fjóra stóra svarta ruslapoka sem ég verð að fara með uppí "Sorpu" . Svo erum við að spá í að fara í bíó. Annars fóru Alison og krakkarnir í bíó í gær. Alison, Lindsey og vinkona hennar fóru á Enchanted sem þeim fannst voða gaman af en Hávar fór með vini sínum á The Golden Compass.

Blogged with Flock

3 ummæli:

  1. Já alltaf gaman að fara út að versla á þessum tíma!

    Bestu jólakveðjur til þín og fjölskyldunnar héðan úr Spánarsólinni.

    Kær kveðja Steinar Þ og Villý.

    Torrevieja / Alicante / Spáni

    SvaraEyða
  2. Takk fyrir frábæra jólagjöf! Hún vakti mikla lukku hjá okkur og rifjaði upp gamla takta.

    Jólakveðja, H og Á

    SvaraEyða
  3. Gleðilega hátíð
    Jólakveðja til ykkar allra
    Helga frænka

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...