Manchester
Verkefninu sem ég hef verið að vinna að í Manchester fer að ljúka en ekki eins endanlega og væri best.
Við erum búin að gera allt sem við eigum að gera og getum gert en það sem eftir er eru dálítil vandræði með vinnsluhraðann á kerfinu. Sem betur fer er það ekkert í sambandi sem við höfum verið að gera heldur er það vélbúnaðurinn sem er ekki nógu kraftmikill.
"Já, auðvitað", heyri ég ykkur hrópa, "þetta segja allir forritarar þegar kerfið gengur ekki nógu hratt".
En það er allveg satt. Sama kerfi á pésanumm mínum vinnur mjög vel, þó að allt sé á sömu vélinni (gagnagrunnur, vefþjónn, vafari, osfv). Við erum með 2 nýja servera frá Sun sem eiga að vera voða góðir en við erum búin að sanna það að þeir eru ekki nógu góðir fyrir þennan hugbúnað.
Þannig að við erum tilbúin í "go-live" en það á bara eftir að ganga frá þessu "smáatriði". Allir peningar eru búnir þannig að við verðum að bíða með "go-live" þangað til seinna, hvenær sem það verður.
Í næstu viku byrja ég á öðru verkefni. Og hvar haldiði að það sé?
Í Manchester, aftur!
Ég fer að verða þreyttur á þessari borg...
Láttu vinnuveitanda þinn splæsa á þig þyrluprófi og þyrlu. Þá fyrst verður gaman að fara í vinnu til Manchester.
SvaraEyða