Hvert fór snjórinn?
Í gær komu Alison og Lindsey heim mjög æstar og sögðu að við yrðum að drífa okkur út í búð og kaupa sleða því snjórinn væri á leiðinni.
Þær höfðu af því áreiðanlegar heimildir. Einhver hafði sagt þeim að það væri farið að snjóa í Birmingham og dökkt snjóský væri á leiðinni suður.
En klukkan var orðin hálf sex og allar búðir farnar að loka þannig að engann keypti ég sleðann.
Svo byrjaði að snjóa, í heilar fimm mínútur, og þá var það búið. Var ekki nóg til að fá gráa hulu, hvað þá að fara í sleðaferð.
Og Lindsey var ekkert ánægð í morgun heldur. Það fyrsta sem hún gerði var að kíkja útum gluggann til að athuga hvort það hefði snjóað um nóttina, en það var enginn snjór.
Það er kanski sem betur fer því Hávar fór af stað með skátahópnum sínum í morgun í helgarreisu. Þeir eru að æfa sig fyrir Dovedale göngu og ætluðu í næturgöngu í nótt með bakpoka og allar græjur.
Lindsey ætti þá að kíkja í heimsókn til okkar! Hér er allt á kafi í góðum sleðasnjó þótt aðeins sé farið að hlýna, ekki nema 5 gráðu frost núna... fór niður í 15 í gær!
SvaraEyða