Tómt hús
Þessi vika sem mamma hefur verið hjá okkur hefur liðið hratt en það var gaman að hafa hana hjá okkur. Hún fór til Íslands í gær og tók Hávar með sér þannig að það er orðið fámennt hjá okkur í kotinu.
Lindsey byrjaði í morgun á viku námskeiði með Youth Afloat þar sem ýmislegt verður gert við og á vatninu okkar hér í Redditch. Hún var voða spennt í morgun þegar hún fór þangað og vonandi verður hún jafnspennt það sem eftir er vikunnar.
Í maí var ég búinn að vinna hjá sama fyrirtækinu í 10 ár og í tilefni þess var mér gefin smá peningagjöf sem ég átti að eyða í eitthvað sem ég myndi ekki venjulega spandera peningunum mínum í.
Ég er búinn að fara út að versla (eða panta frá Amazon) Wii og Wii Fit fyrir fjölskylduna til að eyða frítímanum í, digital myndavél fyrir Alison (og Hávar því hann ætlar að taka ljósmyndun sem GCSE á næsta ári) og líka nýja videómyndavél fyrir okkur öll. Gamla videomyndavélin gaf sig fyrir nokkrum árum þannig að það var kominn tími til að fá sér nýja og svo erum við líka að fara í sumarfrí.
Fullt af dóti til að leika sér með.