miðvikudagur, júlí 16, 2008

Gestagangur

Það er bara gestagangur í kotinu.

Mamma kom til okkar á laugardaginn síðasta og verður fram á sunnudag þegar hún og Hávar fara saman til Íslands. Lindsey hefur fengið frí frá skólanum til að geta verið með ömmu sinni. Þetta er síðasta vikan þeirra í skólanum þannig að það er ekki mikið um lærdóminn hvort sem er.

Við fórum á sunnudaginn til Black Country Museum og svo hefur Alison verið önnum kafin við að fara hingað og þangað: Charlcote Park, Solihull, Hatton, o.s.f.v. á meðan ég er að vinna. Veðrið hefur verið ágætt fyrir mömmu, ekki of heitt, en stundum dálítið of kalt.

Í vikunni keypti Alison spilapakka handa Lindsey. Þetta eru spil til að spila Old Maid sem er svona svipað og Svarti Pétur. Hún hefur verið að spila við Hávar, mömmu sína og ömmu og hún hefur aldrei tapað. Í gær spilaði ég við hana í fyrsta skifti og hún vann aftur. Ég fór að skoða spilin aðeins nánar og þá tók ég eftir því að spilið sem var Old Maid hafði ör fínar rispur á hverju horni. Rispur sem litu út eins og þær hafi verið gerðar með lítilli nögl. Haldiði ekki að stelpan hafi verið svo kræf að merkja spilið þannig að aðeins hún vissi hvernig. Og þess vegna vann hún í hvert skifti. En það komst upp um hana á endanum og fyrir vikið var hún hressilega kitluð.

2 ummæli:

  1. Gaman að heyra góðar fréttir! Lindsey mun gera það gott í framtíðinni í Las Vegas sem heimsins færasti "gambler" ;)

    SvaraEyða
  2. Ha,ha, ha
    clever girl!!!

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...