mánudagur, júlí 21, 2008

Tómt hús

Þessi vika sem mamma hefur verið hjá okkur hefur liðið hratt en það var gaman að hafa hana hjá okkur. Hún fór til Íslands í gær og tók Hávar með sér þannig að það er orðið fámennt hjá okkur í kotinu.

Lindsey byrjaði í morgun á viku námskeiði með Youth Afloat þar sem ýmislegt verður gert við og á vatninu okkar hér í Redditch. Hún var voða spennt í morgun þegar hún fór þangað og vonandi verður hún jafnspennt það sem eftir er vikunnar.

Í maí var ég búinn að vinna hjá sama fyrirtækinu í 10 ár og í tilefni þess var mér gefin smá peningagjöf sem ég átti að eyða í eitthvað sem ég myndi ekki venjulega spandera peningunum mínum í.

Ég er búinn að fara út að versla (eða panta frá Amazon) Wii og Wii Fit fyrir fjölskylduna til að eyða frítímanum í, digital myndavél fyrir Alison (og Hávar því hann ætlar að taka ljósmyndun sem GCSE á næsta ári) og líka nýja videómyndavél fyrir okkur öll. Gamla videomyndavélin gaf sig fyrir nokkrum árum þannig að það var kominn tími til að fá sér nýja og svo erum við líka að fara í sumarfrí.

Fullt af dóti til að leika sér með.

9 ummæli:

  1. Ég keypti mér videovél með 30G hörðum disk fyrir 2,5 ári síðan. Hafa svoleiðis vélar ekkert náð langt?

    SvaraEyða
  2. Ég var hrifinn af vélinni þinni þegar ég sá hana um árið. Þessi er með 60GB hörðum diski og tekur uppá SD kubba líka (ég fékk mér 8GB SD kubb) sem er víst það sem er að taka við. Svo tekur hún upp í HD.

    SvaraEyða
  3. Jahér! Það er engin "smá" peningagjöf!

    Ohh, það er svo gaman að fá pening í hendur sem harðbannað er að eyða í eitthvað "skynsamlegt" og "nauðsynlegt" hehe :)

    Drengurinn ykkar kom við hjá okkur á þriðjudaginn. Þvílíkur eðalpiltur þarna á ferðinni :)

    Var hann búinn að segja ykkur frá því þegar hann og 4 önnur saklaus barnabörn horfðu upp á ömmu sína leidda inn í lögreglubíl fyrir framan nefið á þeim? Dálítið kómískt það :)

    Kveðjur til ykkar allra,
    Bogga og co.

    SvaraEyða
  4. OMG Sólveig amma !!!!
    Nú verðum við að fá að heyra söguna.
    Kveðja úr hitanum í Reykjvík.

    SvaraEyða
  5. Ha! Voruð þið ekki búin að frétta þetta?
    Ég bað Hávar um að hringja heim eins og skot og láta vita af uppátækjum ömmu sinnar :)
    Hann hlýtur að láta heyra í sér :þ

    SvaraEyða
  6. Ég spurði Alison útí þetta og þá kom það fram að drengurinn hafði minnst á þetta. En það var víst ekki eins dramatískt eins og maður var að láta sér detta í hug. Bara einkverjir útlendingar sem rákust eitthvað í bílinn hennar mömmu.

    SvaraEyða
  7. Æhh, þegar þú segir söguna svona þá verður hún ekki eins spennandi Ingvar!!!

    SvaraEyða
  8. hæ, hæ
    bara að láta vita að mér og mínum líður voða vel á Íslandi, búið að fara í sumarbústað í 30 stiga hita :) fara til Siglufjarðar og svo er verið að fara aftur í sumarbústað á morgun - kysstu Alison frá mér - knús knús

    með hitakveðjum :)

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...