miðvikudagur, október 29, 2008

Vel heppnuð helgarferð

Langtímaspáin var aldrei neitt sérstök dagana áður en við lögðum af stað til Prag. Það var alltaf spáð rigningu, eða þoku en þegar við komum þangað á laugardaginn var þar þetta fallega haustveður, stilla og sólskin.

Við tékkuðum okkur inná hótelið sem var fyrir utan miðbæinn þar sem var rólegt. Þegar ég pantaði hótelherbergið þá tók ég tilboði um að breyta í "suite" sem var einskonar smá-íbúð með holi, svefnherbergi, stofu og baðherbergi. Mjög þægilegt. Það var Metró stöð hinumegin við götuna svo tókum við Metróinn beint niður í bæ til að skoða okkur um.

Við gengum heilmikið um og skoðuðum, svo mikið að okkur verkjaði í fæturna daginn eftir. Það var klifrað upp turna (það er hellingur af þeim þarna) til að skoða útsýnið og gengið eftir fallegum götum. Okkur fannst þetta allt voða gaman.

Maturinn þarna var góður. Við borðuðum alltaf niðrí bæ á kvöldin því það var svo skemmtilegt andrúmsloft, mikið af fólki að skoða sig um.

Veðrið á sunnudeginum var jafnvel betra en á laugardeginum og það var gaman að ganga um í Petrin garðinum sem er á hæð vestan við Moldána. Haustlitirnir voru frábærir og útsýnið yfir borgina líka.

Það var smá úði á mánudagsmorguninn en það hélst ekki lengi. Við skoðuðum gyðingahverfið og það var dálítið dapurlegt að ganga um í gamla kirkjugarðinum sem var ekkert voðalega stór en þar voru 12,000 legsteinar og um 100,000 manns jarðaðir.

Þetta var vel heppnuð helgarferð og við Alison erum mjög ánægð þrátt fyrir að vera ansi þreytt.

Svo þegar við komum heim til Englands var drullukalt og snjór á bílnum. Og á leiðinni heim var stórhríð (í hálftíma).

Við tókum slatta af myndum sem ég verð að flokka og hlaða upp á Picasa fyrir ykkur en ég hef ekki haft tíma til þess enþá. Kanski á helginni.

þriðjudagur, október 21, 2008

Stress, Prag og Honda

Þið verðið að fyrirgefa þessa þögn sem hér hefur ríkt síðustu vikur. Eftir að ég kom heim frá Íslandi og afmælishelginni hanns pabba byrjaði ég á nýju verkefni sem hefur tekið allan tíma frá mér. Það hefur verið tekin á leigu lítil íbúð fyrir mig í Bracknell þar sem gisti á virkum dögum þannig að fjölskyldan mín sér mig bara á helgum. Ég er kominn í vinnuna klukkan átta á morgnana og hún er venjulega komin framyfir átta á kvöldin þegar ég hætti. Þetta er byrjun á stóru prógrammi þar sem er verið að sameina tvö símafyrirtæki. Heilmikið stress.

En á næstu helgi förum við Alison í langt helgarfrí til Prag í Tékklandi sem ætti að draga aðeins úr stressinu hjá mér. Við fljúgum út snemma á laugardagsmorgni og komum til baka seint á þriðjudegi. Næsta vika er hálfannarfrí frá skólum og krakkarnir verða hjá vinum og afa sínum meðan við spáserum í útlandinu. Þetta á eftir að vera gaman. Vona bara að veðrið verði gott því það er farið að hausta og það getur orðið kalt þarna í mið-Evrópu.

Annað í fréttum er að Alison er búin að skyfta um bíl. Búin að gefast upp á sínum gamla Rover 25 og komin á nýlega Hondu Jazz í staðinn.