Stress, Prag og Honda
Þið verðið að fyrirgefa þessa þögn sem hér hefur ríkt síðustu vikur. Eftir að ég kom heim frá Íslandi og afmælishelginni hanns pabba byrjaði ég á nýju verkefni sem hefur tekið allan tíma frá mér. Það hefur verið tekin á leigu lítil íbúð fyrir mig í Bracknell þar sem gisti á virkum dögum þannig að fjölskyldan mín sér mig bara á helgum. Ég er kominn í vinnuna klukkan átta á morgnana og hún er venjulega komin framyfir átta á kvöldin þegar ég hætti. Þetta er byrjun á stóru prógrammi þar sem er verið að sameina tvö símafyrirtæki. Heilmikið stress.
En á næstu helgi förum við Alison í langt helgarfrí til Prag í Tékklandi sem ætti að draga aðeins úr stressinu hjá mér. Við fljúgum út snemma á laugardagsmorgni og komum til baka seint á þriðjudegi. Næsta vika er hálfannarfrí frá skólum og krakkarnir verða hjá vinum og afa sínum meðan við spáserum í útlandinu. Þetta á eftir að vera gaman. Vona bara að veðrið verði gott því það er farið að hausta og það getur orðið kalt þarna í mið-Evrópu.
Annað í fréttum er að Alison er búin að skyfta um bíl. Búin að gefast upp á sínum gamla Rover 25 og komin á nýlega Hondu Jazz í staðinn.
Ohhh öfunda ykkur af helgarferðinni til Prag. Alltaf langað að koma þangað. Verður sett inn fullt að myndum að venju? Og til lukku með nýja bílinn.
SvaraEyðaKær kveðja
Helga
Þú mátt alveg öfunda okkur því þetta var alveg frábær ferð.
SvaraEyðaVonandi verða myndirnar komnar á sinn stað á helginni.