fimmtudagur, nóvember 27, 2008
mánudagur, nóvember 24, 2008
Hitt og þetta
Önnur vika byrjuð og ég er ennþá í Bracknell. Ég er farinn að verða þreyttur á þessu leiðinda verkefni og get ekki beðið eftir að því ljúki. Sem betur fer lítur út fyrir að það fari að hægja á þessu hjá mér í desember og ég fari að vinna að öðrum verkefnum. Ég krosslegg fingurna til lukku.
Ég pantaði mér frí frá vinnunni á miðvikudaginn til að taka því rólega með konunni minni en það gengur ekki allt eftir áætlun á þessari jörð. Kona nágranna okkar dó í síðustu viku og verður jörðuð á miðvikudaginn. Við ætlum að sýna þeim stuðning og fara í jarðarförina.
Lindsey var að fá gleraugu í dag. Hún hefur verið að kvarta yfir því að eiga erfitt með að lesa og sjá á töfluna í skólanum svo Alison fór með hana til augnlæknis sem sagði að hún væri dálítið nærsýn -0.5 eða svo. Ég hef ekki séð gleraugun en hún er víst ánægð með þau - blá umgjörð skilst mér. Henni finnst þau bara cool.
Hávar er kominn með "kærustu"! Þetta er stelpa úr leikhúshópnum hans en hún er í öðrum skóla þannig að þau hittast bara á helgum en það stoppar þau ekki frá því að spjalla á MSN sem þau gera á hverjum degi. Þau eru búin að vera "saman" í þrjár vikur. Við erum ekki búin að hitta hana fyrir alvöru en séð hana á sviði og svoleiðis. Lítur út fyrir að vera ágætis stelpa en hún er bara 13 ára. Ég efast um að foreldrar hennar séu alltof ánægð, en þetta er allt í sakleysi.
mánudagur, nóvember 10, 2008
mánudagur, nóvember 03, 2008
Enn eitt ár
Ég hélt uppá afmælisdaginn minn í gær með fjölskyldunni, einum degi á undan áætlun. Við Alison fórum út að ganga seinni partinn og og enduðum með að heilsa uppá vini. Þegar við komum svo loksins heim voru krakkarnir búnir að baka afmælisköku handa mér, þessar elskur, og líma upp afmælisborða. Eftir matinn opnaði ég svo pakkana mína. Voða gaman.
Í kvöld hélt ég svo uppá dagin með því að fara einn út að borða því það var enginn til að fara með mér. En ég ætla að fara heim á miðvikudaginn því þá verður "Bonfire Night" með tilheyrandi brennum og flugeldum.