Enn eitt ár
Ég hélt uppá afmælisdaginn minn í gær með fjölskyldunni, einum degi á undan áætlun. Við Alison fórum út að ganga seinni partinn og og enduðum með að heilsa uppá vini. Þegar við komum svo loksins heim voru krakkarnir búnir að baka afmælisköku handa mér, þessar elskur, og líma upp afmælisborða. Eftir matinn opnaði ég svo pakkana mína. Voða gaman.
Í kvöld hélt ég svo uppá dagin með því að fara einn út að borða því það var enginn til að fara með mér. En ég ætla að fara heim á miðvikudaginn því þá verður "Bonfire Night" með tilheyrandi brennum og flugeldum.
Til hamingju með daginn elsku bróðir :)
SvaraEyðaTil lukku með afmælið í gær! Kær kveðja frá okkur öllum :)
SvaraEyðaTil hamingju með afmælið Ingvar minn -
SvaraEyðaknús og kossar
Guðrún
xxxxx