miðvikudagur, desember 24, 2008

Skata

Við fórum í skötuveislu til Guðrúnar í gærkvöldi. Þar var borðuð vel kæst skata með kartöflum og hamsatólg. Algert góðgæti. Takk fyrir mig.

Hávar fúlsaði ekki heldur við að borða hana og fanst hún bara góð. Það er greinilega Íslendingur í honum.

Við ætlum að halda lítil Íslensk jól í kvöld. Það verður farið í kirkju klukkan 4 og klukkan 6 opna krakkarnir nokkra pakka og svo verður bara slappað af og skroppið í heimsókn til vina.

Það verða engin stórkostleg veisluhöld í mat hjá okkur í kvöld því það verður nóg að borða á morgun þegar við förum til systur Alison í jólamat.

2 ummæli:

  1. Já skatan er yndisleg og líktin ennþá betri. Við óskum ykkur Gleðileg Jól og gæfuríkt nýtt ár.´Kveðja Grétar,Sigga Maja og synir

    SvaraEyða
  2. já, þetta var yndislegt kvöld - takk fyrir komuna:)
    ég var stolt af Hávar - hann og Emily voru dugleg að borða skötuna - það voru bara mínir synir sem höfðu ekki áhuga -
    kveðja
    Guðrún

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...