3 Mánuðir!
Það er ekkert smá. Komnir meira en þrír mánuðir síðan ég kíkti hingað síðast til að skrifa! Maður hefur eitt of miklum tíma á Fésbókinni.
Krakkarnir byrjuðu í sumarfríinu sínu um endaðan Júlí. Hávar fór strax af stað með vini sínum og fjölskyldu hans til norður hluta Írlands (ekki Norður-Írlands) í viku frí. Það var náttúrulega voða gaman fyrir hann. Þetta fer að verða eins og árlegur viðburður fyrir hann því við fórum öll til Írlands í sumarfrí í fyrra.
Þegar hann kom til baka löguðum við öll af stað í sumarfríið okkar; tvær og hálf vika á Íslandi. Það var æðislega gaman að hitta alla fjölskylduna og marga vini líka.
Ferðin var mjög vel heppnuð og skemmdi ekki fyrir að veðrið var mjög gott. Það voru sérstaklega tveir hápunktar á ferðinni.
Öll fjölskyldan, eða næstum því öll (vantaði bara Hörð, Árnýju og litla strákinn þeirra), fór vestur á firði og tók yfirráð yfir húsinu á Kirkjubóli í Korpudal, þar sem við systkinin ólumst upp fyrir mörgum árum :) Það var frábært að koma þangað aftur eftir allan þennan tíma. Þar var grillað og kveiktur varðeldur með gleðskap og söng fram yfir miðnætti. Svo fór hópur af okkur í siglingu á kajökum um vöðin, krakkarnir fórum að veiða fisk á bát með Alla og ég og Hávar fórum í litla fjallgöngu. Alveg æðislegt!
Hinn hápunkturinn var þegar við Alison og krakkarnir fengum tjaldvagn að láni (takk Bogga) og fórum austur í Skaftafell og gistum þar í tvær nætur. Ég hafði ekki komið þangað áður og það var frábært að ver svona nálægt þessum stórfenglegu fjöllum, jöklum og fossum. Við fórum líka að Jökulsárlóni þar sem við fórum í siglingu um lónið á þessum bíl-bátum. Þetta var stórskemmtileg ferð.
Myndir úr ferðinni okkar til Íslands eru á Fésbókinni minni.
Þegar við komum aftur heim til Englands fórum við Alison í smá helgarferð til Symonds Yat, gistum eina nótt og fórum út að ganga á þessum fallega stað meðfram ánni Wye. Við leigðum okkur líka kanóa og fórum í smá ferð upp og niður ána.
Skólarnir hér í Englandi voru að byrja í þessari viku. Lindsey byrjaði í gær í 6. bekk, sem er síðasti bekkurin sem hún er í "primary school" áður en hún fer í "high school". Hávar byrjaði í 11. bekk í morgun sem er síðasti bekkurinn fyrir hann áður en hann fer í "college" (Iðnskóli/Fjölbrautaskóli) eða "6th form" (Mentaskóli).
Já, það er spurning hvort Fésbókin sé að ríða blogginu að fullu...
SvaraEyðaAlla vega, gaman að lesa skrifin þín Ingvar, eins og alltaf.
Við vorum í skírn hjá honum Reyni litla Harðarsyni í dag, þar er á ferðinni yndislegur drengur með fallegt nafn :)
Bið að heilsa í kotið!
Bogga
Frábært hvað þið voruð heppin með veðrið og náðuð að ferðast mikið. Hefði verið frábært að sjá framan í þig en það bíður betri tíma.
SvaraEyðaKærar kveðjur til ykkar
Helga frænka