Dánarfregnir og Jarðarfarir
Við Alison fórum í jarðarför í gær. Tim, faðir Clarire (sem er gömul vinkona Alison) dó fremur óvænt á mánudaginn í síðustu viku. Ég veit ekki ef einhverjir muni eftir Clarie. Hún kom og heimsótti okkur Alison þegar við vorum í Breiðadal.
Tim var ekki trúaður maður en presturinn sem jarðsetti hann þekkti hann vel og hún hafði oft haft samræður við hann um trúarbrögð og pólitík. Athöfnin var því oft skondin þegar hún rifjaði um samræður þeirra þó hún hafi verið dapurleg líka.
Þetta er ekki eina dauðsfallið því fyrrverandi vinnufélagi Alison dó á sama degi og Tim og hún verður jarðsett á morgun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...