fimmtudagur, september 27, 2007

Brjáluð vika

Svakalega er ég orðinn þreyttur.

Ég er búinn að vera í Manchester síðan á Mánudaginn og kemst ekki heim fyrr en á morgun. Planið var að fara heim í dag en þetta er búin að vera brjáluð vika, byrjað snemma á morgnanna og hætt seint á kvöldin.

Ég ætlaði að setja upp nýja útgáfu af hugbúnaðinum sem við erum að vinna að þannig að ég var viðbúinn því að vinna mikið en svo hrundi gangnagrunnurinn af á öðrum server og ég varð að koma honum aftur í gang svo hinir strákarnir gætu haldið áfram að vinna. Þetta leit illa út til að byrja með en ég er búinn að koma honum í gang og er næstum búinn að uppfæra nýja hugbúnaðinn.

1 ummæli:

  1. Þú slakar bara extra vel á um helgina Ingvar minn!

    Knús á línuna,
    Bogga

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...