Helgarfrí
Það hefur ekki verið mikið um skriftir hér þessa vikuna. Ég hef verið í Manchester næstum allan tímann og hef verið dálítið stressaður, ef það getur kallast stress þegar ég á í hlut. Það er búið að vera mikið að gera og ekki nógur tími til þess. Og svo er þessi hugbúnaður sem við erum að eiga við ekki nógu samvinnuþíður.
Þegar ég var að taka til í morgun fór ég að róta í kassa með gömlum kasettuspólum frá því í gamla daga. Ég fór að spila þær og það rótaði upp minningum frá því þegar ég var í Reykjavíkinni og bjó hjá ömmu á Hringbrautinni. Ég átti líka margar stundir með Steinari Þorsteinns í litlu kjallaraíbúðinni hanns á Grenimelnum þar sem við spiluðum tónlist á meðan við leystum vandamál heimsins. Það voru skemmtilegir tímar.
En aftur í nútímann. Við Alison tókum okkur til áðan og byrjuðum að rífa niður veggfóðrið og viðardrasl af veggjunum í holinu og stiganum. Við þurfum að láta endursmíða stiga handriðið, skimma yfir veggina og mála þá og leggja nýtt gólf. Þetta á eftir að taka svolítinn tíma, ég er aldrei heima og við erum ekki búin að panta neina verkmenn. En allavega erum við byrjuð á verkinu.
Í kvöld ætlum við svo á "dog racing" með Guðrúnu og Magnúsi (hann á afmæli í dag: Til hamingju með dagin!) og Bob og Yvonne (sem eru nágrannar okkar). Það verður farið út að borða og veðjað aðeins á hundana.
Hæ
SvaraEyðaSkemmtilegt hvað þið eruð að breyta til...veðjið á re´tta hundinn XD
Haffun ;)
-Sólveig :P
Ég er að reyna eins og ég get að sjá þig fyrir mér stressaðan Ingvar minn!
SvaraEyðaGengur ekkert allt of vel :)
Góða skemmtun í kvöld.
Kveðja,
Bogga og co.
Já það gat sannarlega verið gaman að leysa öll heimsins vandamál.
SvaraEyðaÓ,hvað maður þóttist stundum gáfaður. Bestu kveðjur, Steinart Torrevieja Spáni
Ó, við vorum gáfaðir!
SvaraEyða