föstudagur, nóvember 30, 2007

Önnur vika liðin

Við erum búin að vera að bíða eftir verkmönnum til að klára andirið, stigann og holið og í gær kom múrarinn. Hann ætlaði að byrja hjá okkur um miðjan desember en það losnaði eitthvað til hjá honum. Hann kom semsagt í gær og rústaði öllu, braut af múrhúð sem var farin að springa og fyllti aftur í holurnar. Svo setti hann nýjar gifsplötur í loftið. Hann ætlaði að koma í dag og halda áfram en gat það ekki því frændi hanns dó í nótt.

Vonandi kemur hann á morgun því við erum í algeru drasli.

Alison er úti að skemmta sér með vinkonum sínum úr vinnunni í kvöld á meðan ég er að sálast í hálsinum og bakinu. Ég er búinn að vera vinna heima þrjá daga á viku sem er frábært en aðstaðan er ekki svo góð. Það er ekkert þægilegt að sitja við borstofuborðið í borðstofustól að pikka á tölvuna. Ég verð að finna mér betri stól.

I Flock

Ég er annars að prufa nýjan browser þessa dagana sem heitir Flock. Ég hef notað Firefox hingað til en það hefur alltaf verið vandamál með hvað hann notar mikið minni. Flock er Firefox í nýjum umbúðum með skemmtilegar nýjungar og hann notar ekki eins mikið minni. Ég sé á blogginum hennar Boggu að hún er farin að nota Flock líka.

Blogged with Flock

mánudagur, nóvember 26, 2007

Tattoo og Thanksgiving

Á laugardaginn fórum við með Guðrúnu og Magnúsi á Birmingham International Tattoo sem er sýning lúðrasveita hjá hernum og annað skilt. Ron tengdapabbi fór á þetta um árið og fanst mikið gaman af þannig að Alison langaði að skella sér líka.

Eitthvað var þetta öðruvísi en við bjuggumst við. Ekki slæmt bara ekki eins flott og við höfðum ímyndað okkur. Kanski var það vegna þess að salurinn í NIA er svo stór. Inn á milli voru önnur atriði eins og fallbyssukeppni, hunda "flyball", fimleikar, og diskódanshópur. Ég er ekki alveg viss hvað sumt af þessu á við herinn.

Skemmtilegustu hljómsveitirnar komu frá Belarus og Ítalíu.

Belarus var í hermannalegum fötum og svo kom söngvari inn með þeim sem leit út eins og hershöfðingi. En hljóðneminn virkaði ekki almennilega fyrir hann og fyrsta lagið söng hann án þess að nokkuð heyrðist í honum (það átti að vera "Volga, Volga"). Ég var alveg eins að búast við því að hann myndi draga upp byssuna sína og skjóta á liðið fyrir að vanvirða hann svona. Og það var ekki betra á síðasta atriðinu þegar allar hjómsveitirnar komu saman, þá komu tvær sópransöngkonur og byrjuðu að syngja með hershöfðingjanum og hvað haldiði: hljóðneminn hanns virkaði ekki í þetta skifti heldur.

Ítalirnir voru fyndnir. Þeir hafa fáránlega hatta, með heilmiklum fjaðrakúf, og þeir gengu ekki um eins og hinar hjómsveitirnar heldur hlupu þeir útum allt með trompetana sína.

Svo voru auðvitað Skotarnir þarna með sekkjapípurnar sínar.

Ég efast um að við förum aftur á næsta ári. Það er best að prufa eitthvað annað.

Á sunnudaginn fórum við í heimsókn til Bob og Yvonne. Þau áttu heima í USA í einhver ár og þau héldu uppá Thanksgiving (í USA var það á fimmtudag en það gekk betur upp á helginni í UK). Það var gaman og mikið af góðum mat.

Blogged with Flock

mánudagur, nóvember 19, 2007

Fyrsti snjór vetrarins

Klukkan hálf tíu í gærkvöldi kom Lindsey hlaupandi niður (hún átti að vera farin að sofa) og lét okkur vita með miklum hávaða að það væri farið að snjóa, og mikið rétt, úti fyrir var þessi fallega drífa og flestallt hulið hvítu.

Hún var svo spennt að hún gat varla farið að sofa aftur.

Það var búið að vera ískalt allan daginn og eilíf rigning sem svo varð að þessari fallegu snjókomu.

En dýrðin var ekki langlíf.

Klukkutíma seinna var farið að rigna aftur og þegar við fórum á fætur í morgun var allt horfið.

Snjómyndir á BBC

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Eighties Night

Við Alison áttum 17 ára brúðkaupsafmæli á laugardaginn síðasta.

Reyndar eigum við tvö slík á hverju ári, það fyrra 7. Október þegar við giftum okkur í Holti og það seinna 10. Nóvember þegar við létum blessa okkur hér í Englandi.

Það er kanski eins gott, því við gleymum venjulega því fyrra og rétt munum eftir því seinna. Þetta minnisleysi ágerist með aldrinum :)

En á laugardaginn fórum við út með nokkrum vinum á "Eighties Night", þar sem við fengum okkur að borða og svo var svona diskó á eftir þar sem var spiluð tónlist frá þegar við vorum unglingar.

Með öðrum orðum, tónlist frá áttunda áratugi síðustu aldar.

Það hljómar eins og það sé voðalega langt síðan - á síðustu öld...

En tónlistin var ekki alveg við allra hæfi. Ég man til dæmis ekki eftir því að öll tónlist frá þessum áratugi hafi verið með Duran Duran og Erasure. Það var örugglega eitthvað annað spilað inn á milli. Og það voru örugglega einhverjar grúppur sem sem höfðu alvöru trommara í staðin fyrir trommuheila á lyklaborðinu.

En það var svosem ekki tónlistin sem maður fór þangað til að skemmta sér við heldur félagskapurinn: Guðrún og Magnús, Bob og Yvonne og Sue og Richard. Takk fyrir kvöldið. Það var heppni að barinn var svotil hljóðeinangraður.

Sue og Richard gistu hjá okkur yfir nóttina því þau búa fyrir norðan Birmingham.


laugardagur, nóvember 03, 2007

Einu ári eldri (eða kanski ekki)

Venjulega yrði ég einu ári eldri á þessum degi en ég er búin að lifa í þeirri trú og vissu að ég varð 42 á síðasta afmælisdegi mínum þannig að í dag er ég 42 ára - aftur!

Já, ég veit, ég kann ekki að reikna en ég hugsaði bara aldrei út í það. En það er ágætt að að vera á sama ári aftur. Tíminn líður svo hratt að það gæti gerst að það hægði aðeins á hlutunum.

Hér er búið að vera þetta fína haustveður, milt og fallegt. Haustlitirnir eru mála landið í grænum, gulum, rauðum og brúnum litum.

Við fórum í leikhús í gær til að sjá Hávar á sviði. Það var mjög gaman. Fyrsta sýningin var í fyrradag og sú síðasta í dag. Reyndar verða þær tvær í dag, ein seinnipartin og önnur í kvöld. Hér er mynd af honum með andlitsmálninguna í gærkvöldi.

Lindsey er með vinkonu úr skólanum í heimsókn. Hún fór með okkur á sýninguna og gisti nóttina. Núna eru þær að dansa eitthvað sem þær hafa lært í dansskólanum.

Hrekkjavakan var um daginn og við Lindsey skárum út pumpkin í tilefni dagsins.