föstudagur, nóvember 30, 2007

Önnur vika liðin

Við erum búin að vera að bíða eftir verkmönnum til að klára andirið, stigann og holið og í gær kom múrarinn. Hann ætlaði að byrja hjá okkur um miðjan desember en það losnaði eitthvað til hjá honum. Hann kom semsagt í gær og rústaði öllu, braut af múrhúð sem var farin að springa og fyllti aftur í holurnar. Svo setti hann nýjar gifsplötur í loftið. Hann ætlaði að koma í dag og halda áfram en gat það ekki því frændi hanns dó í nótt.

Vonandi kemur hann á morgun því við erum í algeru drasli.

Alison er úti að skemmta sér með vinkonum sínum úr vinnunni í kvöld á meðan ég er að sálast í hálsinum og bakinu. Ég er búinn að vera vinna heima þrjá daga á viku sem er frábært en aðstaðan er ekki svo góð. Það er ekkert þægilegt að sitja við borstofuborðið í borðstofustól að pikka á tölvuna. Ég verð að finna mér betri stól.

I Flock

Ég er annars að prufa nýjan browser þessa dagana sem heitir Flock. Ég hef notað Firefox hingað til en það hefur alltaf verið vandamál með hvað hann notar mikið minni. Flock er Firefox í nýjum umbúðum með skemmtilegar nýjungar og hann notar ekki eins mikið minni. Ég sé á blogginum hennar Boggu að hún er farin að nota Flock líka.

Blogged with Flock

1 ummæli:

  1. Jú, Flock lofar góðu.
    Gott að nota hann til að fylgjast með nýjum færslum á bloggrúntinum, og svo er náttúrulega snilld að geta notað hann til að blogga.
    Mér finnst samt vanta Gmail-hnappinn sem er í Firefoxinum, ef honum er bætt við Flockinn þá fer ég að nota hann alfarið!!

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...