Eighties Night
Við Alison áttum 17 ára brúðkaupsafmæli á laugardaginn síðasta.
Reyndar eigum við tvö slík á hverju ári, það fyrra 7. Október þegar við giftum okkur í Holti og það seinna 10. Nóvember þegar við létum blessa okkur hér í Englandi.
Það er kanski eins gott, því við gleymum venjulega því fyrra og rétt munum eftir því seinna. Þetta minnisleysi ágerist með aldrinum :)
En á laugardaginn fórum við út með nokkrum vinum á "Eighties Night", þar sem við fengum okkur að borða og svo var svona diskó á eftir þar sem var spiluð tónlist frá þegar við vorum unglingar.
Með öðrum orðum, tónlist frá áttunda áratugi síðustu aldar.
Það hljómar eins og það sé voðalega langt síðan - á síðustu öld...
En tónlistin var ekki alveg við allra hæfi. Ég man til dæmis ekki eftir því að öll tónlist frá þessum áratugi hafi verið með Duran Duran og Erasure. Það var örugglega eitthvað annað spilað inn á milli. Og það voru örugglega einhverjar grúppur sem sem höfðu alvöru trommara í staðin fyrir trommuheila á lyklaborðinu.
En það var svosem ekki tónlistin sem maður fór þangað til að skemmta sér við heldur félagskapurinn: Guðrún og Magnús, Bob og Yvonne og Sue og Richard. Takk fyrir kvöldið. Það var heppni að barinn var svotil hljóðeinangraður.
Sue og Richard gistu hjá okkur yfir nóttina því þau búa fyrir norðan Birmingham.
Sömuleiðis -
SvaraEyðakannski við förum á 60´s night næst :)
sjáumst á laugardaginn :)
Já, kanski tónlistin frá þeim áratug eigi betur við okkur.
SvaraEyðaSjáumst á laugardaginn. Hér er aldrei stoppað.