Einu ári eldri (eða kanski ekki)
Venjulega yrði ég einu ári eldri á þessum degi en ég er búin að lifa í þeirri trú og vissu að ég varð 42 á síðasta afmælisdegi mínum þannig að í dag er ég 42 ára - aftur!
Já, ég veit, ég kann ekki að reikna en ég hugsaði bara aldrei út í það. En það er ágætt að að vera á sama ári aftur. Tíminn líður svo hratt að það gæti gerst að það hægði aðeins á hlutunum.
Hér er búið að vera þetta fína haustveður, milt og fallegt. Haustlitirnir eru mála landið í grænum, gulum, rauðum og brúnum litum.
Við fórum í leikhús í gær til að sjá Hávar á sviði. Það var mjög gaman. Fyrsta sýningin var í fyrradag og sú síðasta í dag. Reyndar verða þær tvær í dag, ein seinnipartin og önnur í kvöld. Hér er mynd af honum með andlitsmálninguna í gærkvöldi.
Lindsey er með vinkonu úr skólanum í heimsókn. Hún fór með okkur á sýninguna og gisti nóttina. Núna eru þær að dansa eitthvað sem þær hafa lært í dansskólanum.
Hrekkjavakan var um daginn og við Lindsey skárum út pumpkin í tilefni dagsins.
Til hamingju með afmælið elsku Ingvar. Vonum að þú njótir dagsins með fjölskyldunni :)
SvaraEyðabestu kveðjur
Guðrún, Magnús og strákarnir
ps. 42ja, 41 eða 43ja - aldurinn svo sem skiptir ekki máli lengur -
hugarfarið skiptir meira máli ...
Til hamingju með afmælið!
SvaraEyðaKveðja, Hörður, Árný og Einar
Innilega til hamingju með afmælið kæri bróðir! Vona að þú eigir góðan afmælisdag :)
SvaraEyðaKær kveðja,
Bogga og co.
Elsku besti Ingvar afmælisbarn!
SvaraEyðaRisaknús, þúsund kossar og kveðjur í tilefni dagsins!
Þín systir,
Ragnheiður
Til hamingju með 42 árin (aftur)
SvaraEyðaNáðir mér í aldri á síðasta ári greinilega. Bestu kveðjur til þín og þinna.
Steinart
Steinar Þorsteinsson
Torrevieja
Spáni
Betra er seint en aldrei. Innilega til hamingju með afmælið. Kær kveðja, Helga frænka
SvaraEyðaKærar þakkir öllsömul fyrir allar kveðjurnar. Þetta yljar gömlum manni um hjartaræturnar!
SvaraEyðaÉg er forvitinn, Steinar. Hvað ert þú að gera á Spáni svona lengi? Er þetta langt sumarfrí eða ertu fluttur út og farinn að njóta "ellinnar" í sólinni?
http://visir.is/article/20071109/FRETTIR02/71109001
SvaraEyðaHvað gengur þriggja metra há flóðbylgja eiginlega langt inn í land? Hefur þetta einhver áhrif á ykkur?
Blautar kveðjur frá klakanum,
Bogga
Þetta hefur engin áhrif á okkur, við erum svo langt inní landi.
SvaraEyðaBylgjan er víst aðeins minni en búist var við en samt svakaleg.
BBC frétt