þriðjudagur, mars 18, 2008

Hvað gerðum við á helginni?

Á síðustu helgi fór Hávar í leiðangur með skátunum til dalana í Yorkshire þar sem þeir fóru í ratgöngu (sem reyndar varð að enda snemma vegna þoku) og rannsökuðu fallega hella með dropasteinum og svoleiðis. Það var farið af stað á föstudagskvöld og komið heim á sunnudagskvöldi. Hann var náttúrlega haugþreyttur þegar hann kom heim en hafði skemmt sér vel. Og þrátt fyrir að hann hafi verið með slæmt hné (vaxtaverkir, því hann er alltaf að stækka) þá gekk hann með hinum strákunum.

Auðvitað varð að gera eitthvað fyrir Lindsey líka. Hún fór og gisti hjá vinkonu sinni á laugardaginn og á sunnudaginn fórum við með hana í Ten Pin Bowling og í bíó til að sjá Penelope.

Og á meðan við Alison vorum barnslaus á laugardaginn tókum við okkur til og fórum út að borða á Mexíkanskan stað og svo í bíó til að sjá The Other Boleyn Girl. Alison er búin að lesa bókina og vildi fá að sjá myndina sem var fín, þó ekki eins góð og bókin að mér skilst.

Helgin í stuttu máli var semsagt: Hávar streðaði með skátunum og við hin fórum í bíó og skemmtum okkur.

2 ummæli:

  1. Til hamingju með dótturina, kveðja Hörður, Árný og co

    SvaraEyða
  2. Haha..alltaf stanslaust stuð hjá ykkur :** Og já til hamingju með Lindsey ;)

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...