mánudagur, mars 31, 2008

Páskafrí

Við komum heim úr páskafríinu okkar á laugardaginn. Pabbi Alison, systir hennar og fjölskylda voru þarna líka. Við fórum í gönguferðir meðfram ströndinni og sulluðum í fjörupollum með krökkunum. Veðrið hélst ágætt og þó að veðurstofan væri alltaf að spá einhverjum rigningum og stormum þá varð aldrei neitt úr neinu.

Lindsey hélt uppá afmælið sitt á páskasunnudaginn, orðin 9 ára gömul.

Áður en við fórum í fríið keypti hún sér línuskauta fyrir pening sem hún hafði safnað sér, og hún hafði tíma til að æfa sig einu sinni áður en við fórum. Þegar við komum til baka fór hún aftur á skautana og hún er bara orðin nokkuð góð, getur allveg skautað ein. Í dag fór hún svo á skautunum í kringum vatnið (~1.5 km) okkar.

Hún fékk nýtt hjól frá okkur því það gamla var orðið of lítið. Það nýja er kanski aðeins í stærri kantinum en hún getur svona nokkurnveginn valdið því. Hún á eftir að stækka.

Krakkarnir eru í páskafríi þangað til á fimmtudaginn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...