14 ára sláni
Í gær átti sláninn okkar afmæli og er þá orðinn 14 ára.
Einn vinur hans kom í heimsókn í gær og gisti nóttina. Um kvöldið pöntuðum við Indverskan "take-away" mat og slöppuðum af.
Núna eru hann og átta vinir farnir uppí bæ til að "hang out" og svo á að fara í bíó og sjá Vantage Point. Við Alison ætlum líka í bíó með Lindsey og vinkonu hennar og sjá The Game Plan.
Þá er búið að ganga frá gólfinu. Flísarnar komnar niður í holinu og teppi á stigann, ganginn uppi og svefnherbergið.
Þá er bara eftir að finna gluggatjöld fyrir gluggann í holinu og á leiðinni upp stigann.
Við erum búin að fá gluggatjöld fyrir svefnherbergið sem eru svaka flott.
Mér finnst þetta allt bara fínt en Alison er ekki alveg búin að jafna sig á teppinu, sérstaklega í svefnherberginu. Henni finnst það aðeins of dökkt og of brúnt. En hún er ánægð með holið.
Til hamingju með drenginn og breytingarnar. Glæsilegar myndir. Það er greinilegt að bræðurnir eru framkvæmdaglaðir um þessar mundir ;-)
SvaraEyðaTil hamingju með slánann.
SvaraEyðaHeimilið lítur vel út. Veit svosem ekki hvernig það leit út áður, en "it sure looks good"
Kær kveðja úr Reykjavíkinni þar sem sólin er að setjast með ægifögrum hætti.