Brenninetlur
Lindsey litla lenti í raunum á mánudaginn í síðust viku.
Þegar hún var að leika sér með skátahópnum sínum (Brownies) datt hún í brenninetlur og svo datt önnur stelpa ofan á hana. Það tók hana allt kvöldið að jafna sig. Hún fór í sturtu sem gerði sviðann bara verri og það tók langan tíma fyrir ofnæmispilluna til að virka.
Bæði Lindsey og Hávar fóru í heimsókn til vina á laugardaginn. Lindsey fór í afmælisveislu þar sem var tjaldað í bakgarðinum og sofið þar yfir nóttina. Það var kanski ekki sofið mikið því hún var ofsalega þreytt á sunnudagskvöldið.
Hávar fór til vinar síns, fór á karnival með honum og gisti líka yfir nóttina. Í dag byjaði hann á fyrst degi í ævintýravikunni sinni og er í West Midlands Safari Park.
Við Alison tókum okkur til á meðan við vorum barnslaus á laugardaginn og fórum í bíó (What happens in Vegas) og fengum svo gesti í mat um kvöldið.
Þetta verður þriðja vikan í röð sem ég er að vinna í Birmingham og fer heim á hverju kvöldi. Þetta er allt annað líf.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...