laugardagur, maí 10, 2008

Alvöru sumarvika

Þetta var fyrsta alvöru vika sumarsins með 25 stiga hita uppá hvern dag. Frábært! Garðurinn hefur verið sleginn og eitthvað af illgresinu hefur verið upprætt. Krakkarnir eru alltaf úti að leika sér (þegar þau eru ekki í skólanum) og við höfum farið út að borða í góða veðrinu.

Þetta er líka fyrsta vikan í mjög langan tíma sem ég hef ekki þurft að gista að heiman vegna vinnunar. Ég hef verið að vinna í Birmingham og bara einn stuttur dagur í Manchester. En það endist trúlega ekki lengi.

Hávar hefur verið í SAT prófum alla vikuna og er ánægður með að þau séu búin. Það er ekki gaman að sitja á skólabekk í 25 stiga hita. Ekki næstu viku heldur vikuna þar á eftir verður "activity week" í skólanum hjá honum og þá verður farið í alskonar ferðir. Hann er búinn að panta pláss fyrir sig í ævintýraferðir á hverjum degi:

Endalaust fjör í heila viku.

Lindsey er orðin mjög góð á línuskautunum sínum en það tók nokkrar ferðir til að fá skauta sem virkuðu. Við urðum að taka fyrstu skautana til baka tvisvar því að það komu stress sprungur í plastið. Á endanum fengum við þá endurgreidda og keyptum aðra tegund í staðinn. Hún er stóránægð og skautar á hverjum degi.

3 ummæli:

  1. ahh 3 mánaða sumarfrí í eintómum leik. Those were the days! :,

    SvaraEyða
  2. Já, það er alveg rétt "those were the days" en ekki fyrir krakkana hérna.

    Sumarfríið þeirra er ekki nema 6 vikur frá miðjum Júlí og út Ágúst.

    En allt er betra þegar svona skemmtilegar vikur koma öðru hverju.

    SvaraEyða
  3. já vá. Það er kannski bara fínt, maður var hvort eð er hálf aðgerðarlaus hálft sumarfríið í gamla daga! hahah

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...