Ironbridge
Það var frídagur á mánudaginn og krakkarnir hafa verið hálfannarfríi frá skólanum þessa vikuna.
Við ákváðum að gera "alvöru" frí úr þessum frídögum og gistum í tvær nætur á hóteli nálægt Ironbridge í Shropshire frá sunnudegi fram á þriðjudag. Það var sundlaug í hótelinu sem krökkunum fannst gaman að skella sér í.
Við vorum mitt á milli veðra. Í suður England var allt á floti en fyrir norðan var sól og blíða. Hjá okkur hélst þurrt en það var skýjað og það var ekkert sérstaklega hlýtt. En það var gaman að skoða söfnin í Ironbridge sem eru um iðnaðarbyltinguna sem varð í Bretlandi, og sérstaklega í þessu þorpi, á átjándu öldinni.
Ég gleymdi að taka myndavélina með mér sem ég var sár yfir því það var hellingur af myndefni þó að veðrið væri ekki uppá það besta. Náði bara að taka þessar á símann.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...