mánudagur, júní 30, 2008

Síðustu dagarnir...

Á fimmtudaginn fóru strákarnir einir með lest til Stratford-upon-Avon þar sem þeir fóru í sund og röltu um bæinn. Þeir fóru líka í ferð með þaklausum ferðamannastrætó en þeir komust ekki inn í fæðingastað Shakespeare vegna þess að það var enginn fullorðinn í fylgd með þeim. Svo fóru þeir á Pizza-Hut til að borða.

Á föstudaginn var svo farið aftur í skólann en ég veit ekki mikið hvað gerðist þar. Ég held að það hafi verið rólegur dagur. En um kvöldið fóru þeir með skátunum í helgarferðina sem tókst bara vel. Þeir fengu gott veður og skemmtu sér vel. Þeir gengu um 8 mílur og svo fóru þeir í bjargsig, skutu af loftriflum og eitthvað fleyra. Á sunnudaginn var svo tívolí hjá þeim. Þegar þeir komu heim fengum við okkur að borða og svo fórum við í bíó og sáum nýju Narníu myndina, Price Caspian, sem var voða gaman.

Í dag fóru allir [nema ég sem verð a vinna :( ] til Warwick Castle í góða veðrinu. Þetta er síðasti dagurinn hjá Sveinbyrni, hann fer heim á morgun. Við eigum eftir að sakna hanns því það hefur verið gaman að hafa hann hjá okkur.

miðvikudagur, júní 25, 2008

Skóladagur

Í gær fór Sveinbjörn með Hávari í skólann.

Hann var ekkert sértstaklega kátur um morguninn en seinna, þegar skóladagurinn var búinn, og spurður hvernig dagurinn hafi verið svaraði hann með brosi að hann hafi verið í lagi. Þetta var semsagt ekki eins slæmt og hann var að búast við.

Um kvöldið fóru þeir svo í skátana þar sem var farið til Limebridge (skátabúðir) og æft í bogfimi. Þar hitti hann nokkra af strákunum sem fara í "Malvern Challenge" á næstu helgi.

Í dag voru þeir eigin spítum drengirnir, og dunduðu heima um morguninn en seinni partin kom Alison heim úr vinnunni og þá fóru þau í hjólreiðaferð niður að vatni. Svo skruppu þeir í bæjinn og kíktu í búðir og svoleiðis.

mánudagur, júní 23, 2008

Dreyton Manor

Í dag fórum við öll í Dreyton Manor skemmtigarðinn. Frábært stuð og allir skemmtu sér.

Myndir á Picasa og hér er slideshow:

sunnudagur, júní 22, 2008

Sveinbjörn frændi

Sveinbjörn frændi kom á föstudagskvöld.

Ég sótti hann út á Heathrow sem var ekki mikið mál því ég var að vinna í Bracknell þann daginn. Þegar við komum heim var hann ekkert þreyttur, enda klukkan á Íslandi einum klukkutíma á eftir okkur, þannig að hann og Hávar horfðu á einhverja bíómynd sem Hávar átti á disk framyfir miðnætti.

Í gær, laugardag, var leiðinda rigning mestallann daginn. Stákarnir sváfu út en Lindsey vaknaði snemma til að fara í afmælisveislu, bíó og Pizza Hut á eftir. Þegar strákarnir voru komnir á fætur fórum við aðeins að versla því Sveinbyrni vantaði mynniskubb fyir myndavélina sína. Seinnipartinn fórum við í keilu með systur Alison og fjölskyldu hennar, krakkarnir á einni braut og við fullorðnu á annarri. Eftirá fórum við öll heim og fengum okkur að borða.

Í dag hefur veðrið verið betra en það var í gær en það hefur blásið hressilega. Við fórum til Black Country Museum sem er svipað og Árbæjarsafnið nema hvað þetta er í sambandi við kolanámur, iðnaðartímabilið og hús frá Viktoríu tímanum. Við fórum ofan í kolanámu, sátum á skólabekk í Viktorískum skóla, fórum í bíltúr í gufuknúnum bíl, og fórum í neðanjarðar bátsferð.

Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni:

miðvikudagur, júní 18, 2008

Fathers Day

Síðastliðinn sunnudagur var þriðji sunnudagur í Júní sem er, samkvæmt dagatalinu hérna, feðradagur (Fathers Day).

Það fór ekki mikið fyrir afslöppun, heldur var ég önnum kafinn við að þrífa gluggana á húsinu, lagfæra þakrennurnar og setja upp körfuboltakörfu fyrir krakkana.

Krakkarnir gáfu mér kort og gjafir, sem mamma þeirra varð að minna þau á að skrifa og pakka inn. Ég fékk bleika (og bláa) pólóskyrtu, sem er fyrsti klæðnaðurinn í þeim lit í mínum fataskáp. Gefur mér kanski tækifæri til að sína mína femenísku hlið ??? Og svo fékk ég líka flösku af Scottish Single Malt Whiskey sem mig vantaði alveg því ég var nýbúinn að klára úr þeirri gömlu. Gott fyrir gamlan karl.

Það fer að styttast í það að Sveinbjörn frændi komi í heimsókn. Á föstudagskvöld fer ég til Heathrow að sækja drenginn og hann verður hjá okkur í eina og hálfa viku. Vonandi verður veðrið gott, en það hefur verið að blása og rigna í dag.

Það er ekki búið að ákveða hvað verður gert en Hávar er búinn að fá frí úr skólanum í nokra daga en planið er að Sveinbjörn fari eitthvað aðeins með Hávari í skólann til að upplifa hvernig er að vera í skóla hér í Englandi.

Við gerum okkur eitthvað til gamans. Við ætlum annað hvort til Drayton Mannor eða West Midland Safari Park og svo verðum við að skoða einhvern kastala og Hávar ætlar að taka hann í lestaferð til Stratford-upon-Avon (fæðingastaður Shakespeare) þar sem þeir geta farið í sund og svoleiðis. Svo fara þeir saman í ferðalag með skátunum yfir seinni helgina þar sem verður ferðast um Malvern Hills.

Hér eru allir spentir eftir því á fá Sveinbjörn í heimsókn.

mánudagur, júní 09, 2008

Vikan í hnotskurn

Það er búið að vera mikið um stutt verkefni í vinnunni. Í síðustu viku voru það tveir dagar í London svo einn í Bracknell og svo endaði vikan í Birmingham.

Á föstudagskvöld var mér boðið á pöbbarölt sem var voða gaman en ég er allveg óþjálfaður í svona "atvinnu" drykkjumennsku og þess vegana varð ekkert úr Laugardeginum hjá mér. Ég verð að læra af þessu.

En fyrir utan Laugardaginn var helgin góð og og ekki spillti frábært veður. Um laugardagskvöldið var ég búinn að jafna mig og þá fórum við Alison út að borða á Indverskan veitingastað með öðrum fjórum pörum. Gott kvöld, góður matur og góður félagsskapur!

Hávar fór með skátunum í síkja-siglingu á helginni. Lagði af stað á föstudagskvöld og kom heim á í gærkvöldi (sunnudag) dauðþreyttur en hafði skemmt sér vel. Hann fór í svona ferð í fyrra líka en þá kom hann heim haugblautur en veðrið lék við þá í þetta sinnið.


Lindsey fékk vinkonu í heimsókn og gistingu á Föstudaginn og fór svo sjálf í heimsókn og gistingu hjá annari vinkonu sinni á Laugardaginn. Á Sunnudaginn var svo heitt að vatnsrennibrautin var græjuð fyrir Lindsey til að kæla sig (og skemmta sér).

Og í dag heldur góða veðrið áfram með næstum 30° hita. Það eru allir gluggar opnir og ég er kominn í stuttbuxurnar.