miðvikudagur, júní 18, 2008

Fathers Day

Síðastliðinn sunnudagur var þriðji sunnudagur í Júní sem er, samkvæmt dagatalinu hérna, feðradagur (Fathers Day).

Það fór ekki mikið fyrir afslöppun, heldur var ég önnum kafinn við að þrífa gluggana á húsinu, lagfæra þakrennurnar og setja upp körfuboltakörfu fyrir krakkana.

Krakkarnir gáfu mér kort og gjafir, sem mamma þeirra varð að minna þau á að skrifa og pakka inn. Ég fékk bleika (og bláa) pólóskyrtu, sem er fyrsti klæðnaðurinn í þeim lit í mínum fataskáp. Gefur mér kanski tækifæri til að sína mína femenísku hlið ??? Og svo fékk ég líka flösku af Scottish Single Malt Whiskey sem mig vantaði alveg því ég var nýbúinn að klára úr þeirri gömlu. Gott fyrir gamlan karl.

Það fer að styttast í það að Sveinbjörn frændi komi í heimsókn. Á föstudagskvöld fer ég til Heathrow að sækja drenginn og hann verður hjá okkur í eina og hálfa viku. Vonandi verður veðrið gott, en það hefur verið að blása og rigna í dag.

Það er ekki búið að ákveða hvað verður gert en Hávar er búinn að fá frí úr skólanum í nokra daga en planið er að Sveinbjörn fari eitthvað aðeins með Hávari í skólann til að upplifa hvernig er að vera í skóla hér í Englandi.

Við gerum okkur eitthvað til gamans. Við ætlum annað hvort til Drayton Mannor eða West Midland Safari Park og svo verðum við að skoða einhvern kastala og Hávar ætlar að taka hann í lestaferð til Stratford-upon-Avon (fæðingastaður Shakespeare) þar sem þeir geta farið í sund og svoleiðis. Svo fara þeir saman í ferðalag með skátunum yfir seinni helgina þar sem verður ferðast um Malvern Hills.

Hér eru allir spentir eftir því á fá Sveinbjörn í heimsókn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...