mánudagur, júní 30, 2008

Síðustu dagarnir...

Á fimmtudaginn fóru strákarnir einir með lest til Stratford-upon-Avon þar sem þeir fóru í sund og röltu um bæinn. Þeir fóru líka í ferð með þaklausum ferðamannastrætó en þeir komust ekki inn í fæðingastað Shakespeare vegna þess að það var enginn fullorðinn í fylgd með þeim. Svo fóru þeir á Pizza-Hut til að borða.

Á föstudaginn var svo farið aftur í skólann en ég veit ekki mikið hvað gerðist þar. Ég held að það hafi verið rólegur dagur. En um kvöldið fóru þeir með skátunum í helgarferðina sem tókst bara vel. Þeir fengu gott veður og skemmtu sér vel. Þeir gengu um 8 mílur og svo fóru þeir í bjargsig, skutu af loftriflum og eitthvað fleyra. Á sunnudaginn var svo tívolí hjá þeim. Þegar þeir komu heim fengum við okkur að borða og svo fórum við í bíó og sáum nýju Narníu myndina, Price Caspian, sem var voða gaman.

Í dag fóru allir [nema ég sem verð a vinna :( ] til Warwick Castle í góða veðrinu. Þetta er síðasti dagurinn hjá Sveinbyrni, hann fer heim á morgun. Við eigum eftir að sakna hanns því það hefur verið gaman að hafa hann hjá okkur.

2 ummæli:

  1. Gaman að allt hafi gengi vel. Við hlökkum til að fá Sveinbjörn aftur heim..

    Bestu kveðjur,
    T&S

    SvaraEyða
  2. Til hamingju með eiginkonuna :)

    vona að þið hafið átt yndislegan dag með mömmu þinni


    knús og kossar

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...