Sveinbjörn frændi
Sveinbjörn frændi kom á föstudagskvöld.
Ég sótti hann út á Heathrow sem var ekki mikið mál því ég var að vinna í Bracknell þann daginn. Þegar við komum heim var hann ekkert þreyttur, enda klukkan á Íslandi einum klukkutíma á eftir okkur, þannig að hann og Hávar horfðu á einhverja bíómynd sem Hávar átti á disk framyfir miðnætti.
Í gær, laugardag, var leiðinda rigning mestallann daginn. Stákarnir sváfu út en Lindsey vaknaði snemma til að fara í afmælisveislu, bíó og Pizza Hut á eftir. Þegar strákarnir voru komnir á fætur fórum við aðeins að versla því Sveinbyrni vantaði mynniskubb fyir myndavélina sína. Seinnipartinn fórum við í keilu með systur Alison og fjölskyldu hennar, krakkarnir á einni braut og við fullorðnu á annarri. Eftirá fórum við öll heim og fengum okkur að borða.
Í dag hefur veðrið verið betra en það var í gær en það hefur blásið hressilega. Við fórum til Black Country Museum sem er svipað og Árbæjarsafnið nema hvað þetta er í sambandi við kolanámur, iðnaðartímabilið og hús frá Viktoríu tímanum. Við fórum ofan í kolanámu, sátum á skólabekk í Viktorískum skóla, fórum í bíltúr í gufuknúnum bíl, og fórum í neðanjarðar bátsferð.
Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Skildu eftir skilaboð handa mér...