fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Takk fyrir drenginn

Hávar er komin heim úr Íslandsferðinni sinni. Hann skemmti sér mjög vel og var fullur af alskyns sögum.

Kærar þakkir til ykkar allra fyrir að hafa gert ferðina hanns svona skemmtilega.

Þá er farið að líða að því að við (hin) förum í sumarfríið okkar til Írlands. Við fljúgum til Dublin snemma í fyrramálið og keyrum svo til Clare Resorts í County Clare. Þar verðum við í tvær vikur og svo förum við í þrjá daga suður til Killarney og endum svo með einni nótt í Dublin áður en við förum aftur heim. Ég get varla beðið eftir því að bragða alvöru Guinness bjór.

Við erum næstum búin að pakka, en ekki samt alveg.

Ég verð að halda áfram...

2 ummæli:

  1. Góða skemmtun í sumarfríinu
    hugsa til ykkar :)

    knús og kossar

    Guðrún á Íslandi :)

    SvaraEyða
  2. Skilaðu kveðju til drengsins, ég nefnilega steingleymdi að segja bless við hann þegar við Einar fórum úr pönnsukaffinu hjá mömmu á þriðjudaginn. Við sendum einnig kveðju á línuna!

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...