föstudagur, ágúst 29, 2008

Japanskur harðfiskur

Alison kom með Japanskan harðfisk heim úr vinnunni í gær.

Einhver Japanskur viðskiftavinur hafði gefið þeim hann en það var enginn stóráhugi á honum þannig að Alison tók hann. Hún vissi að ég mundi éta hann.

Okkur skilst að þetta sé hertur lax, allavega er hann dökkrauður á litinn.

Hann er bara ansi bragðgóður þó hann sé svoítið seigur undir tönn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Skildu eftir skilaboð handa mér...