fimmtudagur, ágúst 28, 2008

Írland 2008

Þá erum við komin heim úr sumarfríinu okkar til Írlands.

Þetta byrjaði á því að leigubíllinn sem við höfðum pantað til að taka okkur út á völl kom aldrei þannig að við urðum að keyra þangað sjálf og leggja bílnum í rokdýru bílastæði. En svo gekk allt ágætlega eftir það.

Bílaleigubíllinn sem við fengum var Citroen C6 og mér fannst bara gaman og þægilegt að keyra honum. Frá Dublin fórum við beint til Lough Derg þar sem við gistum í 2 vikur við golfvöll. Ef ég væri áhugamaður um golf þá hefði þetta verið tilvalið. En þrátt fyrir áhugaleysi á golfi var þetta kjörinn staður til að ferðast um svæðið. Við fórum til Cliffs of Moher og gengum þar um í heilann dag og þar í grendinni er The Burren sem er stórfallegt svæði með mikið af hellum sem við skoðuðum líka (Aillwee og Doolin).

Það var einhver magakveisa að ganga og bæði Alison og Lindsey fengu sinn skerf af henni og urðu að taka því rólega í nokkra daga. Hávar og ég fengum smá óþægindi í magann enn ekkert til að stoppa okkur.

Veðrið var frekar blautt, eins og það er oft á Írlandi en mér skilst að ágústmánuður í ár hafi verið sá blautasti frá því mælingar hófust. Það voru bara örfáir dagar sem voru alveg þurrir, annars voru þetta skúrir og og einstaka úrhelli. En okkur tókst að haga okkur eftir veðri og það var bara einu sinni sem við urðum haugblaut þar sem við vorum að ganga inni í skógi til að finna einhvern foss.

Í lok sumarfrísins fórum við til Killarney og gistum í B&B (Bed and Breakfast) í þrjár nætur sem var gaman. Killarney er í County Kerry þar sem eru fjöll og dalir í staðinn fyrir hæðir. En veðrið var ekki nógu gott til að njóta dýrðarinnar því það var lágskýjað og rigningarsuddi.

Síðasta ævintýrið okkar var um síðasta kvöldið okkar. Við ætluðum að fara út að borða á veitingastað í Killarney þegar Alison stakk uppá því að við keyrðum í gegnum The Gap of Dunloe og borðuðum á pub á hinum endaum. Þetta var alveg frábær leið. Vegurinn er einbreiður svotil alla leiðina og útsýnið alveg frábært. En það var enginn tími til að stoppa til að taka myndir því ferðin tók lengri tíma en við áætluðum (tók okkur 1 og hálfan tíma að keyra) og það átti að loka eldhúsinu á pubbinum klukkan 21:00 og það var farið að dimma. En við héldum áfram með Alison í hláturkasti alla leiðina því hún var svo nervous að við myndum ekki ná í matinn og ég og Hávar hótuðum að grilla hana og éta ef við fengum ekki að borða. En þetta tókst alltsaman og við vorum kominn að pubbinum klukkan 20:56.

Við komum svo heim á þriðjudagskvöld, þreytt en ánægð með fríið.

Ég skelli myndum á Picasa við tækifæri.

3 ummæli:

  1. Ertu farinn að splæsa bjór á erfingjann?

    SvaraEyða
  2. ...og ekki bara venjulegann bjór, heldur ekta Írskan Guinness sem rennur sérstaklega ljúflega niður.

    SvaraEyða
  3. Lukkulegur er hann drengurinn að eiga þig sem föður :D

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...