sunnudagur, september 28, 2008

Bjarnabarnamót

Á föstudagskvöldið var komum við systkinin saman hjá honum Herði. Árný eldaði þessa fínu fiskisúpu handa okkur áður enn hún hvarf með Einar litla og skildi okkur systkinin ein eftir. Súpan rann vel niður og Helga ætlaði aldrei að geta stoppað, enda er hún að borða fyrir tvo ;).

Svo var sest niður og spjallað um lífið og tilveruna og gamlir tímar rifjaðir upp.

Það var ákveðið að slá saman einhverjum hendingum sem við gætum sungið fyrir pabba daginn eftir og afraksturinn var Bjarnabarnabögur. Þær eru sungnar við "Syngjandi hér, syngjandi þar, syngjandi geng ég alstaðar...", en viðlaginu breyttum við í "Smíðandi hér, smíðandi þar, smíðandi er hann alstaðar. Sí og æ, æ og sí, aldrei fær hann nóg af því." Sumar bögurnar eru einskonar einkahúmor en afraksturinn er svona (muniði að endurtaka fyrstu línuna og syngja viðlagið á milli)


Bjarnabarnabögur

Við gleðjumst með sjötugum gæðasmið
Sem finnst voða fyndið að reka við
Og getur ropað stafrófið

Hann Breiðuvíkurdrengur var
Stundaði böllin og kvennafar
Og hitti mömmu okkar þar

Fjórum börnum hann kom á ról
Svo tók han saman sín smiðatól
Og fluttist vestur á Kirkjuból

Í sveitinn þar var kyrrð og ró
Nema þegar pabbi mömmu sló
Lét á rassinn og skellihló

Við áttum hrút sem að Múli hét
Eftir að hann dó ég sárast grét
Því alltaf var í matinn Múlakjet

Eftir að komu Önundarfjörð
Innan um beljur og lambaspörð
Gátu þau Boggu, Helgu og Hörð

Sem bóndi gaf hann sjónum gaum
Þar til hann uppfyllti gamlan draum
Á Fífu, Tomma, Nökkva og Straum

Þrátt fyrir að eiga öll þessi börn
Fær hann bara kaffikvörn
Hann hefði átt að nota getnaðarvörn

Oftast erum við prúð og pen
Því við höfum þessi gæðagen
Frá honum Bjarna Thorarensen

4 ummæli:

  1. Takk fyrir okkur! :)

    SvaraEyða
  2. Ég söng en þetta var ekki að gera sig svona án harmonikkuundirleiks ;)

    SvaraEyða
  3. Ertu búinn að þýða bögurnar fyrir Alison? -

    Hvernig tókst svo afmælið? Voru þið systkinin klöppuð upp?

    kveðja

    SvaraEyða
  4. Hvernig er það, á ekkert að setja nýjar myndir í albúmið??
    Takk annars fyrir síðast, alltaf svo yndislegt að sjá þig bróðir sæll :)

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...