miðvikudagur, desember 24, 2008

Skata

Við fórum í skötuveislu til Guðrúnar í gærkvöldi. Þar var borðuð vel kæst skata með kartöflum og hamsatólg. Algert góðgæti. Takk fyrir mig.

Hávar fúlsaði ekki heldur við að borða hana og fanst hún bara góð. Það er greinilega Íslendingur í honum.

Við ætlum að halda lítil Íslensk jól í kvöld. Það verður farið í kirkju klukkan 4 og klukkan 6 opna krakkarnir nokkra pakka og svo verður bara slappað af og skroppið í heimsókn til vina.

Það verða engin stórkostleg veisluhöld í mat hjá okkur í kvöld því það verður nóg að borða á morgun þegar við förum til systur Alison í jólamat.

sunnudagur, desember 21, 2008

Leikrit

Hávar hefur verið að æfa lítið leikrit með hópi af ungu fólki (í sambandi við kirkjuna) og í dag var sýningin sem var haldin í kirkjunni. Hávar lék Karl krónprins og stóð sig mjög vel. Stóru eyrun fara honum bara nokkuð vel.


Eins og þið sjáið á myndinni fyrir neðan stendur hann höfuð og herðar yfir alla aðra krakka. Myndin er ekki mjög skýr en hún var tekinn á símann minn.


Leikritið var um það að Gordon Brown hafði afskrifað jólin vegna fjármálaerfiðleika en drottningin og Karl voru ekki alveg á því.

Í kvöld fóru þau bæði, Lindsey og Hávar, í leikhús á "pantomime" um Öskubusku og auðvitað var voðalega gaman.

föstudagur, desember 12, 2008

Jólin koma

Jólatréð var skreytt og jólaljósin tendruð á síðustu helgi. Enginn er snjórinn þó að það sé kalt og frost flesta morgna.

Eitt af heimaverkefnunum hjá Lindsey í vikunni var að baka brauð og sjá hvernið brauðið lyftist áður en það er sett í ofninn. Auðvitað mundi hún þetta bara kvöldið áður en hún átti að skila heimaverkefninu.

Hérna er stúlkan að hnoða deigið sem henni fannst mjög gaman.

Takiði eftir að hún er i bleikum náttfötum.

Þessi mynd er svo tekin tveimur klukkutímum seinna þegar deigið er búið að rísa og brauðsnúðarnir eru á leiðinni inn í ofn.

Núna er hún í bláum náttfötum.

Hún er alltaf að skifta um föt þessi stelpa.