Jólin koma
Jólatréð var skreytt og jólaljósin tendruð á síðustu helgi. Enginn er snjórinn þó að það sé kalt og frost flesta morgna.
Eitt af heimaverkefnunum hjá Lindsey í vikunni var að baka brauð og sjá hvernið brauðið lyftist áður en það er sett í ofninn. Auðvitað mundi hún þetta bara kvöldið áður en hún átti að skila heimaverkefninu.
Hérna er stúlkan að hnoða deigið sem henni fannst mjög gaman.
Takiði eftir að hún er i bleikum náttfötum.
Þessi mynd er svo tekin tveimur klukkutímum seinna þegar deigið er búið að rísa og brauðsnúðarnir eru á leiðinni inn í ofn.
Núna er hún í bláum náttfötum.
Hún er alltaf að skifta um föt þessi stelpa.
Hehe, ég þekki eina Sól sem er líka svona afkastamikil í fataskiptunum :)
SvaraEyðaGaman að sjá færslu frá þér Ingvar minn, knús á liðið :*