sunnudagur, desember 21, 2008

Leikrit

Hávar hefur verið að æfa lítið leikrit með hópi af ungu fólki (í sambandi við kirkjuna) og í dag var sýningin sem var haldin í kirkjunni. Hávar lék Karl krónprins og stóð sig mjög vel. Stóru eyrun fara honum bara nokkuð vel.


Eins og þið sjáið á myndinni fyrir neðan stendur hann höfuð og herðar yfir alla aðra krakka. Myndin er ekki mjög skýr en hún var tekinn á símann minn.


Leikritið var um það að Gordon Brown hafði afskrifað jólin vegna fjármálaerfiðleika en drottningin og Karl voru ekki alveg á því.

Í kvöld fóru þau bæði, Lindsey og Hávar, í leikhús á "pantomime" um Öskubusku og auðvitað var voðalega gaman.

1 ummæli:

  1. Strákurinn er flottur. En eyrun eru ekki úr okkar fjölskyldu :))

    Gleðileg jól Ingvar minn og hafið það sem allra best um hátíðarnar.

    SvaraEyða

Skildu eftir skilaboð handa mér...