Snjór
Það snjóaði aðeins á Bretlandseyjum í síðustu nótt. Það var smá grá föl heima í morgun þegar ég lagði af stað í vinnuna en það var aðeins meira þegar sunnar dró og það endaði með umferðaröngþveiti.
Það hélt svo áfram að snjóa og spáin er köld næstu daga.
Þetta finst krökkunum náttúrulega stórfínt því það þar ekki nema smá snjó til að skólum er lokað og börnin send heim. Þau fóru bæði í skólann í morgun en Hávar var sendur heim um miðjan daginn. Lindsey varð að sitja út skóladaginn en það lítur út fyrir að þau verði bæði heima á morgun.
Já maður fékk að heyra allt um snjóinn á Bretandi í útvarpinu í dag. Gott að fá frí í skólanum til að geta leikið sér i snjónum.
SvaraEyða